Málverkasýning Erlu Axels í Hannesarholti nefnist „Vangaveltur.“ Um sýninguna segir hún: „í fjarlægð sé ég ofursmá hús í birtu borgarmarkanna og þegar ég lít mér nær sé ég mosann, grágrýtissprungur og breytileg jarðlög í klettum.“ Verkin eru unnin í blandaða tækni. Sýningin er sölusýning og stendur í fjórar vikur, fram til 14. nóvember.