Sunnudagurinn 25.febrúar er stútfullur af af skemmtilegheitum viðburðum í Hannesarholti. Aðrir tónleikar í Mozartmaraþonröð Guðnýjar Guðmundsdóttur, sem leikur ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur kl.12.15. Fríða Kristín Gísladóttir verður með leiðsögn um málverkasýningu sína Niðurhal ljóssins frá 11.30-14. Pálmar Ólason og Magnea Tómasdóttir stjórna skátasöngstund kl.14 og leikritið Kvennaráð eftir Sellu Páls verður leiklesið kl.16 af leikkonum úr hópnum 50+ í leikstjórn Sveins Einassonar. Hlutverkin lesa Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Lieu Thuy Ngoog. Á fésbókarsíðu Hannesarholts má lesa tvær umfjallanir um leiklesturinn frá Silju Aðalsteinsdóttur og Bryndísi Schram. Döguður (brunch) verður eins og venja er til í boði til kl.14.30, kaffi og heimabakað meðlæti allan daginn. Tilboð á kaffi og vöfflu með rjóma á 1000.