,,Fólk eins og við“ nefnist ljósmyndasýning Mörtu Margrétar Rúnarsdóttur, sem stendur yfir í Hannesarholti frá 18.mars til 12.apríl. Margrét starfar sem lögfræðingur í Brussel og flutti þangað fyrir tveimur árum, þegar heimsfaraldur var í algleymingi og við blasti einsemd fólks hvert sem litið var. Fólk eins og við var einsamalt á gangi, einsamalt á bekk, grímuklætt og fjarri öðrum. Marta vildi fanga þessi augnablik og sýna líf fólks í borgum Evrópu, sem var að upplifa það sama og við. Einangrun og einsemd í heimsfaraldri. Allar myndir á sýningunni eru til sölu.