Múltíkúltíkórinn efndi til söngs og samveru í Hannesarholti laugardaginn 25. mars undir stjórn Margrétar Pálsdóttur kórstjóra. er skipaður konum hvaðanæva úr heiminum, sem koma saman og syngja lög frá sínum heimaslóðum. Lögin velja konurnar sjálfar, kenna hinum í hópnum og syngja þau á upprunalegum tungumálum. Þannig fá þær tækifæri til að kynnast tónlist og menningu hver annarrar og styðja hver aðra í söng og samveru. Nýjasta lag kórsins er frelsislagið „Barāye“ sem sungið hefur verið á götum Írans síðan í haust. Nú fá gestir Hannesarholts tækifæri til að kynnast því, ásamt fleiri lögum kórsins, og jafnvel að syngja með. Stjórnandi Múltíkúltíkórsins er Margrét Pálsdóttir. Ársæll Másson leikur á gítar, Ari Agnarsson á píanó og harmónikku og Árni Áskelsson á slagverk. Ekki verður innheimtur aðgangseyrir á tónleikana en gestir eru hvattir til að styðja kórinn með upphæð að eigin vali. Reikningsnúmerið er 0133-26-003579 og kennitala kórsins er 680121-0600. Senda má kvittun á netfangið: multikultikorinn@gmail.com.