Rannsókn frá Háskólanum í Sydney sýnir fram á að alþjóðleg viðskipti sem eru drifin af neysluhegðun fólks í þróuðum löndum hefur misjöfn áhrif á möguleika þróunarlanda til að ná heimsmarkmiðunum.

Viðskiptin hafa jákvæð áhrif á efnahagslegu heimsmarkmiðin í þróunarlöndum. Til dæmis, með því að útvista framleiðslu, styðja þróuðu ríkin við efnahagsvöxt, atvinnusköpun og þróun innviða í þróunarlöndum. Þetta getur hjálpað til við að draga úr fátækt (heimsmarkmið 1), getur aukið uppbyrggingu (heimsmarkmið 9) og aukið efnahagslegan vöxt (heimsmarkmið 8).

Hins vegar fylgir þessum efnahagslega ávinningi verulegar umhverfislegur og félagslegur kostnaður. Þrúnarlönd bera byrði umhverfisspjalla og félagslegs ójafnaðar sem skapast vegna þessara viðskipta. Útvistun á auðlindafrekum og mengandi iðnaði leiðir til aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda, vatnsskorts og tap á líffræðilegri fjölbreytni í þróunarlöndum, sem vinnur gegn umhverfislegu heimsmarkmiðunum eins og „verndun jarðar“ (13), „hreint vatn“ (6), „verndun jarðar“ (13), „líf í vatni“ og „líf á landi“ (15). Á sama tíma geta þessir viðskiptahættir aukið félagslegan ójöfnuð, sem hefur neikvæð áhrif á tíunda, áttunda og sextánda markmiðið „aukinn jöfnuður,“ „friður og réttlæti“ og “ góð atvinna.“

Greinina má finna hér.