GÍTARSVEIT DO RE MI TÓNSKÓLANS Á FARALDSFÆTI
05/06/2018 @ 20:00 - 21:00
Gítarsveit Tónskólans Do Re Mi heldur tónleika í Hannesarholti, Grundarstíg 10 vegna námsferðar til Barcelona. Sveitin er samsett af átta 15-16 ára gömlum gítarnemum tónskólans Do Re Mi en þau hafa flest stundað nám við skólann frá 8 ára aldri og hafa ýmist lokið 4. stigsprófi eða miðprófi. Á tónleikunum leikur sveitin verk sem hún hefur æft m.a. fyrir þematónleika skólans síðustu ár, verk allt frá 16. öld til nánast dagsins í dag. Leiknir verða gamlir miðaldardansar, kínversk, frönsk og suður-amerísk tónlist, tónlist úr James Bond myndum, tónlist efir Bítlana og tónlist sem samin var sérstaklega fyrir sumarólympíuleikana í Barcelona 1992 en til Barcelona fer sveitin í námsferð síðar í júnímánuði ásamt gítarkennara sínum, Rúnari Þórissyni og foreldrum. Nemendur munu þar fara á einstaklings- og hópnámskeið, auk þess að koma fram, fara á tónleika og líta við í verslun sem sérhæfir sig í því að selja klassíska gítar.
Hljómsveitina skipa Björk Rósinkrans Bing, Dýrleif Sjöfn Andradóttir, Finnur Breki Bjarnason, Helgi Níels Marteinsson, Jökull Freysteinsson, Margrét Edda Lian Bjarnadóttir, Stirnir Kjartansson og Vigfús Þór Eiríksson. Tónleikarnir eru hugsaðir sem fjáröflunartónleikar vegna Barcelonaferðarinnar og er aðgangsdeyrir kr. 2.000. Auk þess styrkir Tónskólinn Do Re Mi ferð þessa.