Hleð Viðburðir

Hannesarholt hýsir tónleika Jazzhátíðar með píanóleikaranum Agnari Má Magnússyni og gítarleikaranum Lage Lund miðvikudaginn 5.september kl.19.30 og 21:30

Eftir nokkurn aðdraganda komist loks á samstarf milli píanistans Agnars Más Magnússonar og gítaristans Lage Lund nú í mars síðastliðnum. Þá fóru þeir saman í hljóver í Brooklyn og tóku upp nýja tónlist eftir Agnar. Það má segja að samleikurinn hafi smollið betur en vonir stóðu til. Báðir hafa þeir unnið með mörgum tónlistarmönnum í suðupotti New York borgar, en hafa þó þessar norrænu rætur sem getur verið erfitt að hrista af sér, enda engin ástæða til. Lage Lund er norskur en hefur verið í framvarðarsveit New York jazz senunnar um árabil.

Nú hefur tónlistinni verið komið á fast form og eru þetta útgáfutónleikar geisladisksins “Hending”. Titillinn vísar til þess að svona samstarf verður stundum að veruleika í gegnum tilviljanakennda atburðarrás. Einnig er hending tónlistarhugtak og á við um laglínubrot, eða spunahugmynd. Ennfremur þýðir orðið hending á norksu framvinda atburða. Það er þessi framvinda í tónlistinni sem enginn veit hvert getur borið mann sem er kjarninn í jazz performans. Það verður forvitnilegt að heyra hvert hún ber þá félaga í Hannesarholti.

Upplýsingar

Dagsetn:
05/09/2018
Tími:
19:30 - 21:00

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904