Hleð Viðburðir

Guðni Kolbeinsson, þýðandi og rithöfundur, las söguna Mömmustrák í útvarpi árið
1982. Sama ár kom hún út á bók. Sú bók varð geysivinsæl og fyrir hana hlaut Guðni
verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir bestu frumsömdu barnabókina þetta ár.

Sagan hefur verið ófáanleg um áratuga skeið en kemur nú út í nýrri útgáfu hjá
Bókafélaginu, með nýjum myndum, eftir Kristínu Bertu, dóttur höfundar.

Þau feðginin kynna bókina í Hljóðbergi föstudaginn 28. maí kl. 16–18. Þar sem
höfundurinn á afmæli þennan dag gefst gestum færi á að óska honum til lukku,
þiggja örlitla hressingu og kaupa svo nokkrar bækur.

Upplýsingar

Dagsetn:
28/05/2021
Tími:
16:00 - 18:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hjóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904
View Staðsetning Website