Samstarf

Starfsárið 2024-2025 er Hannesarholt í samstarfi við Cauda Collective, Romain Collin, Magnús Jóhann Ragnarsson og Flóru Veisluþjónustu.

Cauda Collective mun halda fjölbreytta og tónleika með sínu nefi.

Romain Collin, árlegur gestur Hannesarholts, flytur vídeó- og tónlistarverkið FOSS í Gamla Bíói 15. ágúst 2024, auk þess sem hann býður þjóðþekktum tónlistarmönnum að halda tónleika með sér í vetrarlok ár hvert.

Magnús Jóhann Ragnarsson tónlistarmaður hefur undanfarið sett upp tónleika í samstarfi við Hannesarholt. Einnig kemur hann sjálfur fram með öðrum tónlistamönnum á spjall-tónleikaröðinni Á inniskónum.

Flóra Veisluþjónusta heldur matgæðingaveislur í Hannesarholti. Snillingarnir Sindri og Sigurjón töfra fram ýmis lostæti fyrir gesti.