Hleð Viðburðir

Hljómsveitin Emma ræður dagskránni í Hljóðbergi Hannesarholts og býður til sín Andervel og Ateria, auk þess Emma spilar. Það verður sannkölluð tónlistarveisla frá kl. 13:00-17:00 á Menningarnótt. Aðgangur ókeypis, gengið inn frá Skálholtsstíg.

Andervel kl 13
Emma kl 14
Ateria kl 16

Emma:

Emma flytur Folk tónlist yfir víðtækan hljóðheim. Hljómsveitina stofnuðu systkinin Sindri Snær Ómarsson og Breki Hrafn Halldóru Ómars og skipar einnig Ásgeir Kjartansson og Óðal Hjarn Grétu. Saman hafa þau samið fjölbreytt samansafn af einlægri tónlist og eru að vinna í sinni fyrstu plötu. Hljómsveitin hefur vakið athygli fyrir dýnamíska og grípandi flutninga.

Emma is an Icelandic atmospheric folk band. The project was created by siblings Sindri Snær Ómarsson and Breki Hrafn Halldóru Ómars as well as Ásgeir Kjartansson and Óðal Hjarn Grétu. Together they have created a diverse set of songs that aim to encapsulate different emotions. The band is known for dynamic and gripping live performances and is currently working on their first album.

Andervel:

Andervel er listamannanafn lagahöfundarins og tónskáldsins José Luis Anderson. Hann er fæddur í miðri Mexíkó en með aðsetur á Íslandi og hefur gefið út 2 EP-plötur: Noche (2020) og Montenegro (2024).

Andervel er virkur umboðsmaður grasrótarsenunnar í Reykjavík og einlæg rödd í íslensku tónlistarpallettunni. Hljómur Andervels er sjaldgæf perla í spænskumælandi tónlist samkvæmt bandaríska blaðinu „Al Día“. Stemningin er hjartnæm og heiðarleg og tónlist hans er undir áhrifum af sterkri mexíkóskri lagahefð, folk tónlist og íslensku tónlistarlífi. Andervel býr til blöndu af folk tónlist, poppi, alternative tónlist og traditional tónlist.

Auk tónlistarverkefnis síns vinnur José sem verkefnastjóri og viðburðaframleiðandi við margar menningarstofnanir í Reykjavík til að skapa rými fyrir tónlistarfólk. Andervel er einnig hluti af kórnum/collective-inu Kliður.

/// Andervel is singer-songwriter and composer. Born in central Mexico, based in Iceland, the musician has released 2 EPs: Noche (2020) and Montenegro (2024).

Andervel is an active agent of the grassroots scene in Reykjavik and a genuine voice in the Icelandic palette.

Celebrated as a rare pearl in Spanish language by American press outlet “Al Día”, Andervel’s sound has been described as earnest, heartfelt and intimate, and his music is influenced by a strong Mexican song tradition, folk music and the Icelandic music scene. Andervel’s production is a blend of folk, pop, alternative and traditional music.

In addition to his music project, Andervel collaborates as a project manager and event producer with cultural institutions in Reykjavik, to create spaces for all musical proposals in to showcase their work. Andervel is also part of the Klíður choir/collective.

Ateria:

Ateria er skipuð systkinunum Ásu og Eiri og frænku þeirra Fönn. Hljómsveitin hefur verið starfandi síðan 2017, þau unnu Músíktilraunir árið 2018 og gáfu út sína fyrstu plötu, and_vara, í október 2021. Síðan þá hefur margt borið á daga hljómsveitarmeðlima, en þau taka upp þráðinn þegar tækifæri gefast. Allir meðlimir hljómsveitarinnar hafa stundað bæði klassískt og rytmískt tónlistarnám til margra ára og er því tónlist hljómsveitarinnar fjölbreytt, en hefur þó verið lýst sem þjóðlaga-goth. Nafnið „Ateria“ er dregið af latneska heiti æðarfuglsins, Somateria mollissima, sem er sameiginlegt áhugamál allra hljómsveitarmeðlimanna.

Ateria is composed of siblings Ása and Eir and their cousin Fönn. The band has been active since 2017, they won Músíktilraunir, The Icelandic Music Experiments, in the spring of 2018 and released their first album, and_vari, in October 2021. All the band members have studied classical music for many years and entwine different musical styles and genres into their songs. The name ‘Ateria’ is taken from the latin name of the eider duck, Somateria mollissima, which is a common interest of all the band members.

Upplýsingar

Dagsetn:
24. ágúst
Tími:
13:00 - 17:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hljóðberg