Hleð Viðburðir
Á þessum fyrsta fundi Heimilis Heimsmarkmiðanna ætlum við að velta fyrir okkur ábyrgð neytendans, hvar hún byrjar og hvar hún endar, eða hvort hún sé yfirhöfuð til staðar. Við leiðum saman sérfræðinga og áheyrendur til að gera okkur grein fyrir helstu erfiðleikunum við að versla og neyta á meðvitað sjálfbæran máta. Við fáum innsýn í neysluvenjur fólks, skoðum hvort eða hvernig neytendur geta haft jákvæð áhrif með meðvitaðri neyslu og vonumst til að vekja fólk til umhugsunar.
Sérfræðingateymið kemur úr ólíkum áttum og mun deila vitneskju og reynslu sinni.
Áróra Árnadóttir er aðjunkt við Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað hvernig viðhorf Norðurlandabúa til hnattrænnar hlýnunar hefur áhrif á kolefnisfótspor þeirra og neysluvenjur.
Guðbjörg Gissurardóttir er frumköðull sem brennur fyrir sjálfbærum lífstíl. Hún hefur unnið að því að hjálpa fólki að finna sjálfbærarari og grænni kosti.
Freyr Eyjólfsson er verkefnisstjóri Hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu.
Atli Már Steinarsson, dagskrárgerðamaður og framleiðandi hjá RÚV mun stýra umræðunni og hvetja til áhugaverðs samtals milli áhorfenda og sérfræðinga.
Þessi opni vettvangur verður haldinn í Hljóðbergi í Hannesarholti og er gestum gjaldfrjáls. Gengið er inn frá Skálholtsstíg.

Upplýsingar

Dagsetn:
11. september
Tími:
17:30 - 19:00
Series:
Viðburður Category:

Staðsetning

Hljóðberg