This event has passed.
Heimili Heimsmarkmiðanna: Matarsóun
25. september @ 17:30 - 19:00
Event Series
(See All)
Ár hvert eru 5.800 tonnum af mat og drykk hent af Reykvískum heimilum. Samkvæmt mælingum á sautján heimilum hendir hver einstaklingur um 48 kg á ári sem jafngildir um 150 þúsund krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu.
Á þessum þriðja fundi Heimilis Heimsmarkmiðanna rýnum við í matarvenjur okkar og hvar möguleikar eru til að innleiða sjálfbærni-hugsjón þegar kemur að innkaupum, eldamennsku og nýtingu. Við fáum til okkur sérfræðinga úr fremstu röð.
Margrét Sigfúsdóttir – fyrrverandi skólastjóri Hússtjórnarskólans.
Sólveig Ólafsdóttir – sagnfræðingur og matgæðingur.
Sigurjón Bragi Geirsson – matreiðslumeistari, yfirkokkur, Kokkur ársins 2019.
Rakel Garðarsdóttir, umhverfisbaráttumaður, framkvæmdastjóri Vesturports og framkvæmdastjóri Veranda mun leiða umræðuna.
Þessi opni vettvangur verður haldinn í Hljóðbergi í Hannesarholti og er gestum gjaldfrjáls. Gengið er inn frá Skálholtsstíg.