Hleð Viðburðir

Síðasti samsöngur ársins verður í höndum Hvassófjölskyldunnar, laugardaginn 21.desember kl.14. Systurnar Þóra Hrund Lynggaard og Valgerður Bjarnadætur stýra stundinni ásamt stórfjölskyldunni, en á heimili ömmu þeirra og afa, Víkings Arnórssonar og Stefaníu Gísladóttur í Hvassaleiti 75 var söngur og tónlist í hávegum höfð í gegnum tíðina. Hvassófjölskyldan hefur margoft áður stýrt samsöng í Hannesarholti og nú lætur yngri kynslóðin til sín taka. Textar á tjaldi og allir syngja með. Frítt inn. Allir velkomnir.

Upplýsingar

Dagsetn:
10. desember
Tími:
14:00 - 15:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map