2025-12-05T00:00:00+00:00
Hleð Viðburðir

Kári Egilsson heldur einleikstónleika í Hannesarholti. Hann spilar ný og gömul lög í bland, eftir sjálfan sig og önnur tónskáld. Efnisskráin verður í léttari kantinum eins og hæfir á hásumri.

Kári, sem var valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í fyrra, er nú við nám í Berklee College of Music í Boston. Kári leikur á hinn frábæra flygil Hannesarholts og hver veit nema hann syngi fáein lög líka?

Upplýsingar

Staðsetning

Go to Top