
Velkomin á fyrsta BÓKVIT vetrarins í Hannesarholti laugardaginn 20.september 2025, þar sem höfundar segja frá bókum sínum, lesa uppúr þeim og selja þær jafnvel. Eftirfarandi rithöfundar ríða á vaðið með eftirtaldar bækur:
Sæunn Kjartansdóttir með GÁFAÐA DÝRIÐ
Elísabet Kristín Jöklusdóttir með SJÁÐU MIG, ÞAÐ ER EINA LEIÐIN TIL AÐ ELSKA MIG
Vigfús Bjarni Albertsson með bækurnar HVER VEGUR AÐ HEIMAN ER VEGUR HEIM og SÁR GRÆÐA SÁR.
Elísabet Kristín Jöklusdóttir með SJÁÐU MIG, ÞAÐ ER EINA LEIÐIN TIL AÐ ELSKA MIG
Vigfús Bjarni Albertsson með bækurnar HVER VEGUR AÐ HEIMAN ER VEGUR HEIM og SÁR GRÆÐA SÁR.
Gengið inn frá Hljóðbergi. Aðgengi gott fyrir fatlaða. Ókeypis inn.
Veitingahúsið á efri hæðinni opið að viðburði loknum.
Veitingahúsið á efri hæðinni opið að viðburði loknum.
Hannesarholt hefur í gegnum tíðina sinnt bókmennt með ýmsum hætti og í vistarverum hússins er allnokkur bókakostur, sem gestum býðst að glugga í og njóta á meðan þeir dvelja í húsinu. Nú býður Hannesarholt rithöfundum að lesa uppúr bókum sínum á laugardögum kl.11.30-12.30 á eftirfarandi dagsetningum: 20.september, 4.október, 18.október, 15.nóvember og 6.desember.
