Hann vex upp í hlíðum við hóla og vörð

við hreinsvala blæinn, í ófrjórri jörð,

þótt ekki sje borin þar mykja í moldu,

þá megnar hann sjálfur að breiðast um foldu.

 

Hann vex upp í kjarri og hreykist ei hátt

og heldur við jörðina, blómskreytir fátt,

en stendur því fastar og lifir því lengur

og lætur ei buga sig, hvernig sem gengur.

 

Þótt óhjúkrað standi úr ísum og snjó

hans ólaufgað barr, þá lifir hann þó;

er hæfur í vendi að hreinsa með bæi,

því hann er mjór, og í stinnara lagi.

 

Er hæfur í vendi að húðstrýkja þá,

sem heilnæma typtingu þarfnast að fá. – –

Þótt fannirnar kyngist þig álnarhátt yfir,

þú, ímynd hins beiska sannleika, lifir.