Hleð Viðburðir

 

Krakártríóið kemur fram á tónleikum í Hannesarholti föstudagskvöldið 4. október. Tríó Cracovia er skipað Wieslaw Kwasny fiðluleikara, Julian Tryczynski sellóleikara og Jacek Tosik-Warszawiak píanóleikara. Jacek er Íslendingum að góðu kunnur en hann kenndi við Tónlistarskóla Borgarfjarðar um árabil og spilaði með fjölda tónlistarmanna. Á tónleikunum, sem hefjast kl. 20, verða flutt verk eftir Beethoven, Brahms og Panufnik.
Tríóið hefur gefið út alls 5 plötur með 13 tríóum frá klassískri – til nútímatónlistar. Ein af plötunum hlaut tilnefningu til verðlauna „Fryderiks“ í Póllandi.

Upplýsingar

Dagsetn:
04/10/2013
Tími:
20:00 - 22:00
Verð:
ISK2000

Staðsetning

Hljóðberg