Sól skín í heiði og landsmenn keppast nú við að útbúa sig í skemmtanir helgarinnar. Nóg er framboðið af frábærum hátíðum út um allt land. Við í Hannesarholti ætlum líka að taka svolítið frí áður en ágústfjörið byrjar og höfum því lokað yfir helgina. Hannesarholt og Borðstofan verða með opið upp á gátt á þriðjudag þegar mannskapurinn snýr aftur í siðmenninguna. Gleðilega verslunarmannahelgi!