Hleð Viðburðir

Chet klúbburinn heldur sína fyrstu tónleika miðvikudaginn 13. ágúst í Hannesarholti. Þetta er hópur tónlistarfólks sem sameinast í áhuga á tónlist sem Chet Baker flutti á ferli sínum og þeirri stemmningu sem einkenndi hann. í Chet klúbbnum eru Silva Þórðardóttir (söngur), Ragnhildur Gunnarsdóttir (trompet), Anna Gréta Sigurðardóttir (píanó), Þórður Högnason (kontrabassi) og Matthías Hemstock (trommur). Chet Baker var meistari í því að flytja tónlist á lágstemmdum nótum en jafnframt með mjög sterkri persónulegri túlkun. Lagaval hans var einnig í sérflokki þar sem hver jazzperlan rak aðra. Chet klúbburinn hefur þetta að leiðarljósi og hafa meðlimir valið uppáhalds lög sín fyrir þessa tónleika. Af efnisskránni má nefna lögin Every time we say goodbye, Do it the hard way, I´m old fashioned og My ideal.

Upplýsingar

Dagsetn:
13/08/2014
Tími:
20:30 - 22:00
Verð:
ISK2.000
Viðburður Category:

Skipuleggjandi

Matthías Hemstock

Staðsetning

Hljóðberg