Hleð Viðburðir
Efnisskrá:
Luigi Boccherini: Sellósónata í G-dúr, G. 15
Allegro
Larghetto
Allegro
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló
Sigurgeir Agnarsson, selló
Johannes Brahms: Sónata í e-moll fyrir píanó og selló, op. 38
Allegro non troppo
Allegretto quasi Minuetto – Trio
Allegro
Hlé
Ludwig van Beethoven: Sónata í A-dúr fyrir píanó og selló, op. 69
Allegro ma non tanto
Scherzo: Allegro molto
Adagio cantabile – Allegro vivace
Frédéric Chopin: Polonaise brillante fyrir píanó og selló, op. 3
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló
Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó
GEIRÞRÚÐUR ANNA GUÐMDUNSDÓTTIR fæddist árið 1994. Hún hóf sellónám 5 ára gömul undir handleiðslu Gunnars Kvaran. Árið 2008 hóf hún nám við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hún lærði sellóleik hjá Gunnari Kvaran og Sigurgeiri Agnarssyni. Hún lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2013 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2012. Sem stendur er Geirþrúður nemandi Hans Jensen við Northwestern University, þar sem hún mun hefja annað ár sitt í BA námi í haust.

ANNA GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR  er fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands og starfar einnig sem píanóleikari við Tónlistarskólann í Reykjavík, en þar nam hún píanóleik hjá Hermínu S. Kristjánsson, Jóni Nordal og Margréti Eiríksdóttur.  Fyrsti kennari hennar var Stefán Edelstein við Barnamúsíkskólann, en framhaldsnám stundaði hún við Guildhall School of Music í Lundúnum hjá James Gibb og Gordon Back.   Hún kemur reglulega fram á Listahátíð, nú síðast á opnunartónleikunum 22. maí sl.,  þar sem hún lék í verkinu Pierrot Lunaire með Kammersveit Reykjavíkur, einnig lék hún heildarverk L.v. Beethoven fyrir piano og selló ásamt Sigurgeiri Agnarssyni.   Hún er eftirsóttur meðleikari hljóðfæraleikara og söngvara og hefur þannig lagt drjúgan skerf til íslensks tónlistarlífs síðastliðna þrjá áratugi.  Hún hefur hljóðritað um 30 geisladiska ýmist ein eða með öðrum listamönnum.  Anna Guðný hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2009 sem flytjandi ársins og var einnig tilnefnd í ár.

SIGURGEIR AGNARSSON hefur gegnt stöðu aðstoðarleiðara sellódeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 2003. Hann hóf nám á selló hjá Gunnari Kvaran við Tónlistarskóla Garðabæjar árið 1984, þá átta ára gamall. Hann lauk síðar einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1995 og hélt til frekara náms hjá David Wells og Laurence Lesser við New England Conservatory of Music í Boston. Þaðan lauk hann bæði Bachelor of Music og Master of Music gráðum. Síðan lá leiðin til Þýskalands þar sem Sigurgeir lærði hjá Prof. Johannes Goritzki við Robert Schumann Tónlistarháskólann í Düsseldorf þar sem hann útskrifaðist með Konzertexamen árið 2002.

Allir eru velkomnir – enginn aðgangseyrir.

 

 

Upplýsingar

Dagsetn:
07/09/2014
Tími:
14:00 - 16:00
Verð:
Free
Viðburður Category:

Staðsetning

Hljóðberg