Hleð Viðburðir

Föstudaginn 7. nóvember n.k. verður útgáfu nýrrar ljóðabókar Baldurs Óskarssonar fagnað í menningarsetrinu Hannesarholti.

DRÖFN OG HÖRGULT verður hans síðasta frumsamda ljóðabók. Baldur hafði fyrir andlát sitt fullklárað handritið, ákveðið mynd á bókarkápu og gengið frá því að bókin skyldi koma út haustið 2014.

DAGSKRÁ HEFST KL. 17:00

Jón Hallur Stefánsson rithöfundur fjallar um skáldskap Baldurs, Erlingur Gíslason leikari les ljóð og sýnd verður stuttmynd Bjarkar Gunnbjörnsdóttur, Afi – Baldur Óskarsson.

Við hvetjum alla til að fagna með okkur í Hannesarholti Grundarstíg 10, föstudaginn 7. október kl. 17:00.

Léttar veitingar verða í boði.

Upplýsingar

Dagsetn:
07/11/2014
Tími:
17:00 - 19:00

Staðsetning

Hljóðberg