Það verður líflegt í Hannesarholti á menningarnótt. Bréfbrjótar úr Origami-Ísland verða með pappírsbrot í ýmsum vistarverum Hannesarholts frá kl.13-16.30 og bjóða gestum að taka þátt. Kl. 17 spilar Hrafnar þjóðlagasveit nokkur lög í tilefni af opnun á sýningunni „Tilviljun,“ þar sem Ólöf Svava Guðmundsdóttir sýnir vatnslitaverk sem hún hefur unnið á síðustu tveimur árum. Allir velkomnir.