Íslenska óperan ætlar að hreiðra um sig í Hannesarholti laugardaginn 30 janúar klukkan 17.30 og kynna næstu uppfærslu sína, Don Giovanni Mozarts en kynningin er samvinnuverkefni Hannesarholts og Í.Ó. Don Giovanni verður frumsýnd í Eldborgarsal Hörpu þann 27.febrúar n.k. og eru æfingar í fullum gangi.
Í Hannesarholti fá gestir að upplifa undirbúning sýningarinnar og heyra hvað fram fer áður en sýningarnar sjálfar hefjast.
Meðan gestir njóta ljúfra veitinga úr veitingahúsi Hannesarholts þá mun leikstjóri verksins, Kolbrún Halldórsdóttir, fjalla um sína nálgun á uppfærslunni og eins mun Þóra Einarsdóttir sópransöngkona segja frá því hvernig hún hefur undirbúið hlutverk á sínum söngferli.
Tónlist úr verkinu verður síðan flutt af þremur söngvurum uppfærslunnar -það eru þau Oddur Arnþór Jónsson (Don Giovanni), Hallveig Rúnarsdóttir (Donna Anna) og Þóra Einarsdóttir (Zerlina). Með þeim leikur Aladár Rácz. Þetta er viðburður sem óperuunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara.
Miðasalan er hafin og hægt er að nálgast miða hér: