Hleð Viðburðir
Sölvi Sveinsson: Endurfædd orð og önnur dauð

Í erindinu verður fjallað um orðaforða fornmálsins í tengslum við bókina Endur­fædd orð og önnur dauð. Hvað ræður því að sum ágæt orð deyja, orð sem prýði­lega mundu sóma sér í nútímamáli. Sum orð hafa endurfæðst í nýrri merk­ingu. Hvað ræður því? Segir það eitthvað að um mörg orð eru örfá dæmi í Ordbog over det norröne prosa­sprog og um mörg orð aðeins eitt dæmi? Eitt­hvað fleira hangir á spýtunni.
Sölvi er cand. mag. í sagnfræði og hefur lengst af starfað við kennslu og skólastjórnun, ásamt ritstörfum.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Gestum gefst kostur á að snæða léttan kvöldverð í veitingastofum Hannesarholts á fyrstu hæð hússin. Kvöldverðurinn er í formi smáréttarplatta sem þarf að panta fyrirfram með borðapöntun í síma 511 1904 eða á hannesarholt@hannesarholt.is í síðasta lagi kl 16.00 daginn fyrir. Nánari upplýsingar hér.

 

Upplýsingar

Dagsetn:
24/02/2016
Tími:
20:00
Viðburður Categories:
,
Tök Viðburður:
, ,

Skipuleggjandi

Félag íslenskra fræða

Staðsetning

Hljóðberg