Um helgina verður venju samkvæmt opið frá kl. 11.00 – 17.00 og að sjálfsögðu unaðslegi brunchinn okkar, bæði hefðbundinn og vegan á matseðlinum til kl. 14.30.
Hildur Björnsdóttir opnaði glæsilega sýningu á grafíkverkum sínum síðastliðinn laugardag. Hildur býr og starfar í Noregi og þetta er í fyrsta sinn sem verk hennar eru sýnd á Íslandi. Frá kl. 14.00 á sunnudaginn verður hún á sýningunni og gefst gestum kostur á að spjalla við hana um verkin, ferlið og listamanninn Hildi.
Á sunnudag kl. 16.00 er komið að næsta kafla í lífi Davíðs Stefánssonar þar sem Valgerður H. Bjarnadóttir mun fjalla um Ítalíuför hans. Aðgangseyrir er kr. 1.500, forsala miða á midi.is
Kvöldstund með Silju Aðalsteinsdóttur og Böðvari Guðmundssyni er svo á dagskrá á mánudagskvöld kl. 20.00. Silja mun ræða við Böðvar um feril hans sem rithöfundur og sjálfsagt mun ýmislegt annað bera á góma. Þegar hafa margir tryggt sér miða á þessa skemmtilegu kvöldstund og við hvetjum alla áhugasama til að gera það fyrr en seinna, nálgast má miða hér.
Veitingastofurnar opna kl. 18.30 á mánudaginn og gestum gefst kostur á að snæða léttan kvöldverð í formi menningarplatta áður en dagskráin með Silju og Böðvari hefst í Hljóðbergi. Bóka þarf borð í matinn í síðasta lagi kl. 16.00 á sunnudag á hannesarholt@hannesarholt.is eða í síma 511 1904
Sýning ARKANNA á bókverkum er enn á risloftinu og nú fer hver að verða síðastur að sjá þessi skemmtilegu verk sem mörg hver vísa í Hannes Hafstein eða húsið.
Verið velkomin.