Hleð Viðburðir

jass, heimsmúsík, popp
a cappella – söngur án undirleiks

Austurríski sönghópurinn triu hefur verðskuldaða athygli fyrir sérstakan, óvenjulegan og umfram allt skemmtilegan söng án undirleiks. Maria Holzeis-Augustin, Hubert Sandhofer og Ali Goeger og hafa sungið saman síðan 2001, komið fram á fjölmörgum alþjóðlegum tónlistarhátíðum og tónleikum um víða veröld, gefið út fjórar plötur og hlotið verðlaun fyrir flutning sinn. Þau leika sér með mannsröddina með krafti, tilfinningu og samhljómi.

Dagsskráin er fjölbreytt og lífleg; hefðbundin músík frá Afríku, Ástralíu og Evrópu í bland við jazz og popptónlist. Á meðal þess sem þau flytja er gospel tónlist á Swahili, austurrískt jóðl, írskar ballöður og þekkt jass- og popplög.