Síðsumardjass í Hannesarholti
25/08/2016 @ 20:00
| kr.2000Ingibjörg Fríða Helgadóttir (söngur) og Kjartan Valdemarsson (píanó) flytja flauelsmjúkan djass sem hæfir árstímanum og umhverfinu. Öðrum tónlistarstefnum bregður samt eflaust fyrir líka. Ingibjörg og Kjartan hafa starfað mikið saman undanfarin ár. Hún naut leiðsagnar hans á skólagöngu sinni, bæði í djasssöngnámi í Tónlistarskóla FÍH og í skapandi tónlistarmiðlun í Listaháskóla Íslands. Ingibjörg hefur nú lokið bæði burtfararprófi frá FÍH og bakkalársgráðu frá LHÍ og munu tónleikarnir því marka ákveðinn endapunkt á því tímabili, áður en ný ævintýri taka við.