Hleð Viðburðir

Bandaríski fiðlusnillingurinn Jamie Laval heimsækir Ísland í annað sinn og heldur tónleika í Hannesarholti fimmtudaginn 29.september.

Persónuleg nálgun Jamie Laval á Keltneskri þjóðlagatónlist tvinnar saman einfaldleika hins forna listforms, afburða leikni og nútíma stíl, sem höfðar til allrar fjölskyldunnar, ungra sem aldraðra, jafnt áhugamanna um þjóðlagatónlist, jass og klassík. Þjóðsögur fá gjarnan að fljóta með til skemmtunar, með vísan í þjóðflutninga Kelta vestur um haf.

Jamie Laval ólst hann upp á Norðvesturströnd Bandaríkjanna og naut tónlistarmenntunar í tónlistarháskólanum í Victoria. Þar starfaði hann með sinfóníuhljómsveitinni, við tónlistarupptökur, sem spunafiðluleikari og kontradans fiðlari. Svo fór að ástríða hans fyrir seiðandi tónum Skoskrar sveitatónlistar yfirtók huga hans, og nú helgar hann sig eingöngu Keltneskri tónlist.

Árið 2002 hlaut Jamie Laval Ameríkubikarinn í Skosku fiðlukeppninni. Hann heldur yfir hundrað tónleika á ári um öll Bandaríkin og Skotland.

 

WATCH ARTIST VIDEO:  http://bit.ly/1JaqzmE

VISIT ARTIST WEBSITE:  www.JamieLaval.com

 

 

Upplýsingar

Dagsetn:
29/09/2016
Tími:
20:00
Verð:
kr.2900
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
,
Vefsíða:
https://midi.is/tonleikar/1/9721/Keltneskt_kvold-Jamie_Laval

Skipuleggjandi

Jamie Laval

Staðsetning

Hljóðberg