Hleð Viðburðir

Móðirin í ljóðum Davíðs

Fyrsta ljóðið í fyrstu ljóðabók Davíðs Stefánssonar, Svörtum fjöðrum, er Mamma ætlar að sofna. Það lýsir vel nánu og ástríku sambandi sem hann átti alla tíð við móður sína, Ragnheiði Davíðsdóttur.

En Móðirin er stærra hugtak í huga Davíðs en svo að það rúmist í einni manneskju.  Í fjölda ljóða fjallar hann um Móðurina, móðurástina, sorg móðurinnar, Móður Jörð og guðsmóðurina, af djúpri einlægni, innsæi, aðdáun og auðmýkt.

Ljóðabókin Í dögun kom út 1960, þegar Davíð var 65 ára, og þar er hugurinn enn tengdur móðurinni

 

Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu móður þinnar,

sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann

og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar

og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann.

 

Valgerður fjallar um Davíð og tengsl hans við móður sína og aðrar konur sem voru honum fyrirmyndir, en einnig móðurhugtakið, eins og það birtist í ljóðum hans. Hún les ljóð sem tengjast umræðuefninu og spjallar við gesti.

 

Valgerður H. Bjarnadóttir ólst upp með ljóðum og öðrum verkum Davíðs, eins og þúsundir annarra Íslendinga. Hún las þau, lærði og tengdist sumum þeirra sterkum böndum. S.l. sumur hefur hún gegnt hlutverki húsfreyju í Davíðshúsi og sökkt sér á ný inn í þennan heim ástar, sögu, trúar, ævintýra og þjáningar, sem fáir hafa náð að mála eins sterkum litum og Davíð. Þar hefur hún vikulega verið með dagskrá um ljóðin og líf Davíðs út frá ólíkum sjónarhornum og Hannesarholt býður upp á sýnishorn úr þeirri dagskrá sunnan heiða. Valgerður er félagsráðgjafi með MA í trúarheimspeki og menningarsögu.  

 

Dagskráin fer fram í veitingastofu Hannesarholts kl. 16 til 17. Gott er að mæta ekki seinna en kl. 15:30 til að fá borð og geta fengið sér veitingar áður en dagskráin hefst.

 

Miðaverð kr. 1.500.- og miðasala á www.midi.is

 

 

Verið velkomin!

 

Upplýsingar

Dagsetn:
23/10/2016
Tími:
16:00 - 17:00
Verð:
kr.1500
Viðburður Category:
Vefsíða:
https://midi.is/atburdir/1/9808/Davidsljod-Modirin_i_verkum_Davids

Staðsetning

Veitingastofur 1.hæð