Hleð Viðburðir

Rakel Björt Helgadóttir nemur hornleik í Berlín. Hún hóf hornnám 9 ára gömul við Tónlistarskólann á Seltjarnarnesi þar sem kennari hennar var lengstum Anna Sigurbjörnsdóttir. Árið 2007 hóf hún nám við Tónlistarskólann í Reykjavík þaðan sem hún lauk Burtfararprófi undir handleiðslu Josephs Ognibene vorið 2012. Þaðan lá leið hennar til Þýskalands þar sem hún hóf nám við Folkwang Universität der Künste í Essen. Frá vormánuðum 2014 hefur Rakel stundað nám við Universität der Künste Berlin en þar hefur hún notið handleiðslu kennara á borð við Ozan Çakar, Přemysl Vojta, Prof. Ch-Fr. Dallmann og Sebastian Posch. Rakel hefur auk þess sótt fjölda Masterklassa hjá kennurum á borð við Frøydis Ree Wekre, Radovan Vlatkovic, Prof. Thomas Hauschild o.f.l. Hún hefur verið aukamaður hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan vorið 2012. Auk þess hefur hún leikið sem aukamaður með hljómsveitum á borð við Deutsche Sinfonieorchester Berlin, Kammerphilharmonie Wernigerode og Berliner Sinfonietta. Rakel er meðlimur í c/o chamber orchestra.

Efnisskrá:

Ludwig van Beethoven: Horn Sonata í F-dúr op. 17
Klement Slavický: Capricci per corno e pianoforte                                                                                                                             Robert Schumann: Fantasiestücke, Op. 73

Meðleikari hennar á þessum klukkustundarlöngu tónleikum er Anna Guðný Guðmundsdóttir.

 

Tónleikar Farfugla í Hannesarholti eru haldnir með stuðningi frá Reykjavíkurborg.

Upplýsingar

Dagsetn:
29/12/2016
Tími:
20:00
Verð:
kr.2500
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, ,
Vefsíða:
https://midi.is/tonleikar/1/9891/Farfuglatonleikar_%E2%80%93_Rakel_Bjort_Helgadottir

Skipuleggjandi

Hannesarholt

Staðsetning

Hljóðberg