Fjölskyldutónar
26/03/2017 @ 16:00
| kr.2500Á tónleikunum þann 26. mars verða óbókvartettar eftir W.A.Mozart og J.C.Bach auk fjögurra verka með fiðlu í aðalhlutverki.
Í upphafi árs bar Gunnhildur Daðadóttir, fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands hugmynd sína að fjölskyldutónleikum upp við foreldra sína, Daða Kolbeinsson, óbóleikara og Sesselju Halldórsdóttur, víóluleikara sem hafa bæði nýlega lokið meira en 40 ára starfsferli við Sinfóníuhljómsveit Íslands og tóku þau vel í það. Að auki mun bróðir hennar, Kolbeinn Tumi Daðason leika með systur sinnni í nokkrum ljúfum lögum fyrir fiðlu og píanó. Til þess að fullmanna óbókvartettana mun Júlía Mogensen vinkona þeirra leika með á selló.
Á dagskránni má finna frumflutning á nýju einleiksverki fyrir fiðlu sem Hildigunnur Rúnarsdóttir samdi sérstaklega fyrir Gunnhildi og nefnist Rondó og tilbrigði við gamalt stef.
Tónleikarnir eru um klukkustundar langir og án hlés.