Dóra Emilsdóttir, myndlistarkona, sýnir ný verk í Hannesarholti 8.6. – 6.7. 2017. Sýningin ber nafnið Bryddingar.
Dóra lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987, en hélt hún þaðan áfram til framhaldsnáms í Hollandi, þar er hún nam við Gerrit Rietvelt Academie í Amsterdam. Þaðan lauk Dóra MA prófi í sjónlistum.
Sýningin sýnir nýjustu verk Dóru, en verkin eru unnin m.a. á pappír og plexýgler. Verkin á sýningunni eru kvenlæg og skynræn í eðli sínu, og var markmið Dóru að beina bliki áhorfenda í ríkara mæli að smáatriðum og áferð. Verðskrá og yfirlit yfir verkin má nálgast á opnuninni. Dóra hefur haldið fjölda einkasýninga á ferlinum og tekið þátt í samsýningum á Íslandi og víða erlendis.
Sýningin stendur til 6. júlí. Hannesarholt er opið í sumar frá 11.30-22 alla fimmtudaga í sumar, en 11.30-17 alla aðra daga.