Matur og menning í Hannesarholti á Menningarnótt. Listsýningar, tónlist, matur og samvera. Opið í veitingastofum frá 11-23.
Blönduð tónlistardagskrá í Hljóðbergi undir nafninu POPP&KLASSÍK. Þar kemur fram einvalalið tónlistarfólks frá kl.15-22:
15:00: ‘L’AMOUR, L’AMOUR’ Hafdís Vigfúsdóttir, flautuleikari, og Kristján Karl Bragason píanóleikari leika ástarlög úr ýmsum áttum.
16:00: Þorsteinn Eyfjörð, raftónlistarmaður, leikur nýjustu verk sín. Með honum leika Jökull Smári Jakobsson og Atli Arnarsson.
17:30: Unnur Sara leikur ásamt hljómsveit dagskrá til heiðurs franska söngvaskáldinu SERGE GAINSBOURG.
::: HLÉ :::
19:00: LINÜ – Gulli Björnsson og Jiji Kim, gítarleikarar og tónskáld leika úrval verka eftir m.a. Philip Glass, Arvo Pärt, David Lang, Ólaf Arnalds og Dan Schlosberg ásamt eigin verkum.
21:00 Í HENNAR SPORUM: Söngkonan Svanlaug Jóhannsdóttir hefur leitað uppi skópör sem eiga sér sögu. Saga kvennanna og skónna, rómantíkin, gleðin og átökin, er sögð með sögum og söngvum, dægurlögum, klassík og taktföstum tangó.
—
Tvær listsýningar opna á Menningarnótt:
Myndlistarmaðurinn Snorri Ásmundsson opnar sýningu sína MULIERES PRAESTANTES hátíðlega kl. 16:00. Titill sýningarinnar þýðir Yfirburðakonur og er myndefnið konur sem hafa skarað frammúr í menningarsögunni til dagsins í dag.
Listakonan Inga Höskuldsdóttir sýnir keramiklampa á Baðstofuloftinu. Sýningin er innsetningarsýning: HEILL ÞÉR YLUR, HEILL ÞÉR LJÓS, þar sem unnið er með ljós, hljóð og ilm. Sýningin er sölusýning og stendur til 6. september. Formleg opnun er kl.20:00.
Facebookviðburður Menningarnætur í Hannesarholti
Hlökkum til að sjá ykkur á Menningarnótt í Hannesarholti!