Hollvinir Hannesarholts hafa auglýst stofnfund í Hannesarholti að Grundarstíg 10, miðvikudaginn 25.október kl.17. Hollvinafélagið er öllum opið og verður boðið uppá léttar veitingar og tónlistaratriði á fundinum, auk leiðsagnar um húsið fyrir þá sem það kjósa.
Í samþykktum sjálfseignarstofnunarinnar Hannesarholts er kveðið á um þrjár stoðir við starfsemina: stjórn, menningarráð og hollvinafélag, og eiga hin síðarnefndu fulltrúa í stjórn stofnunarinnar. Frá upphafi var ætlunin að fólki stæði til boða að taka þátt í starfi Hannesarholts og leggja af mörkum til starfseminnar með ráðum og dáð. Með stofnun Hollvina Hannesarholts verður hægara um vik með skipulag þeirrar þátttöku.