Heimspekispjall: Um lífsiðfræði CRISPR-erfðatækninnar
21/11/2017 @ 20:00 - 22:00
| FreeGrunnrannsóknir þar sem CRISPR-erfðabreytingatæknin kemur við sögu hafa vakið mikla athygli á liðnum árum. Það eru möguleikar tækninnar sjálfrar sem vakið hafa mest umtal og hafa fjölmargir kallað eftir samtali milli vísindamanna, siðfræðinga og samfélagsins í heild sinni um þessi mál. Á þessu öðru heimspekispjalli vetrarins í Hannesarholti munu Guðrún Valdimarsdóttir, lektor við læknadeild Háskóla Íslands, og Henry Alexander Henrysson, aðjunkt við Sagnfræði- og heimspekideild og sérfræðingur við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands eiga samræðu um CRISPR og svara spurningum úr sal.
Ókeypis er á viðburðinn.
Opið verður í Veitingastofum Hannesarholts fyrir viðburðinn.