Hleð Viðburðir

Í fyrsta sinn var haldið uppá afmæli Hannesar Hafstein í Hannesarholti á 150 ára afmæli hans 4.desember 2011 með afmæliskaffi í hálfendurgerðu húsinu að Grundarstíg 10, eftir hátíð ættingja og stjórnvalda í Safnahúsinu.  Að þessu sinni verður haldin kvöldvaka undir stjórn Ólafs Egilssonar fyrrum sendiherra og félaga í Hollvinum Hannesarholts:

Ljóð Hannesar Hafstein lifna í flutningi Marteins Sindra Jónssonar, sem hefur gert lög við þrjú ljóða Hannesar.

Björgólfur Thorsteinsson les fáein brot úr óbirtum endurminningum foreldra sinna, Oddnýjar og Péturs Thorsteinssonar en Pétur var yngsta barn Hannesar Hafstein og eru nú rétt rúm hundrað ár liðin frá fæðingu hans. Pétur var sendiherra og frumherji í utanríkisþjónustu Íslands. Eftir kaffihlé mun Guðmundur Magnússon lesa uppúr nýútkominni ævisögu Eggerts Claessen en hann var frændi og góður vinur Hannesar Hafstein.

Aðgangseyrir er 1500 krónur og er greiddur á staðnum. Félagar í nýstofnuðu félagi Hollvina Hannesarholts greiða engan aðgangseyri. Hægt er að skrá sig í félagið á staðnum. Árgjald er 5000 kr og gildir út árið 2018.

Fyrir þá sem það kjósa þá eru veitingastofurnar opnar frá kl.18.30 og hægt er að panta jólaplatta í kvöldmat á undan kvöldvökunni á kr.3.900. Borðapantanir í síma 511-1904.

Upplýsingar

Dagsetn:
04/12/2017
Tími:
20:00
Verð:
kr.1500
Viðburður Category:

Staðsetning

Hljóðberg