This event has passed.
Leiklestur – Kvennaráð eftir Sellu Páls
22/02/2018 @ 20:00
| kr.2000Kvennaráð (áður Erfðagóssið) eftir Sellu Páls verður leiklesið í Hannesarholti fimmtudagskvöldið 22.febrúar kl.20 og sunndaginn 25.febrúar kl.16. Sveinn Einarsson leikstýrir en hann hefur leikstýrt yfir 100 leiksýningum heima og erlendis.
Leikritið Kvennaráð fjallar um Þorgerði, áttræða ekkju sem var stoð og stytta áhrifamikils manns í fimmtíu ár og nú vill hún breyta til. Samband hennar við einkadótturina, forstjórann Birnu, er þvingað vegna tengdasonarins sem ekkjan grunar um græsku. Er ekkjan fer að taka á eigin málum bregst Birna illa við og ásakar hina víetnömsku heimilishjálp Kim um samsæri. En þegar Birna þarf a glíma við örðugar aðstæður koma móðir hennar og Kim henni á óvart.
Leikstjóri: Sveinn Einarsson
Höfundur: Sella Páls
Leikarar: Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Lieu Thuy Ngo
Búninga og sviðshönnuður: Helga Björnsson
Leiklesturinn er styrktur af Reykjavíkurborg. Leikhúslistakonur 50+ standa fyrir uppsetningunni.
Veitingastofurnar í Hannesarholti eru opnar til kl.22 á fimmtudögum og er boðið uppá matseðil með réttum á verðbili frá 1.900 krónum til 3.490. Borðapantanir í síma 511-1904 fyrir þá gesti sem vilja borða á undan leiklestrinum. Happy hour frá 17-19, lifandi tónlist frá 18.30-20, að þessu sinni gælir Kjartan Valdimarsson við píanónóturnar.