Kvöldstund með Halldóru Björnsdóttur
08/03/2018 @ 20:00
| kr.2500Kvöldstund í samvinnu Göngum saman og Hannesarholts með Halldóru Björnsdóttur, íþróttafræðingi, framhaldsskólakennara og framkvæmdastjóra Beinverndar. Halldóra hefur haft umsjón með morgunleikfimi í útvarpinu í 30 ár og er einlægur áhugamaður um útivist og hreyfingu. Halldóra er dæmi um manneskju sem lifir fræðin í öllu lífi sínu og starfi og deilir með gestum leiðum til að efla heilbrigði beina sinna og almennt heilbrigði.