Hleð Viðburðir

Söngur: Unnur Sigmarsdóttir, mezzósópran

Píanó: Aladár Rácz

Unnur Sigmarsdóttir, mezzósópran, lærði söng í Söngskólanum í Reykjavík hjá Dóru Reyndal og lauk burtfararprófi þaðan árið 2007 og söngkennaraprófi ári síðar. Hún hefur sungið í ýmsum kórum, m.a. Háskólakórnum og Söngsveitinni Fílharmoníu. Síðustu ár hefur hún verið í söngtímum hjá Dóru Reyndal og eru þessir tónleikar lokahnykkur á því æfinga­ferli.

Aladár Rácz stundaði fyrst nám í píanóleik við Georges Enescu tónlistarskólann í Búkarest en síðan framhaldsnám við Tónlistarháskólana í Búkarest og Búdapest. Frá 1999 hefur Aladár starfað sem tónlistar­kennari við Tónlistarskóla Húsavíkur, Listaháskóla Íslands, Tónskólann DoReMi og við Söngskóla Sigurðar Demetz.

Á tónleikunum verða flutt lög eftir Brahms, Fauré, Tchaikovsky, Hauk Tómasson og fleiri.

Almennur aðgangseyrir er kr. 2.500, fyrir lífeyrisþega kr. 2.000. Miðasala fer fram á tix.is

Veitingastofur Hannesarholts verða svo opnar fram að viðburði þar sem í boði er kaffi, vín, kökur og meðlæti.

Upplýsingar

Dagsetn:
28/04/2018
Tími:
17:00
Verð:
kr.2500
Viðburður Category:
Vefsíða:
https://tix.is/is/event/5966/me-virafl-kjuhar-og-gr-na-peru/

Staðsetning

Hljóðberg
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map