Bygging hússins og fyrstu íbúar
Í húsakönnun Árbæjarsafns um Menntaskólareitinn kemur fram að húsið að Þingholtsstræti 16 er byggt árið 1883 (Nikulás Úlfar Másson og Margrét Jónasdóttir. Byggingasaga: Menntaskólareitur. Reykjavík 1994. Skýrslur Árbæjarsafns XLIII). Þar koma einnig fram ýmsir aðrir fróðleiksmolar, s.s. að fyrsti eigandi þess var Jón Gunnlaugsson skipasmiður.
Í fasteignaskrá er ranglega talað um byggingarár 1981. Það ár er kjallari hússins hins vegar dýpkaður og bætt við viðbyggingu (garðhúsi).
Meðal þeirra sem bjuggu í húsinu fyrrum voru Bjarni frá Vogi latínukennari og einn af forystumönnum Landvarnaflokksins (manntal 1901 sýnir hann þar ásamt fjölskyldu). Stefán Runólfsson prentari bjó þar einnig um langa hríð eða þar til hann lést 1936 (grein). Stefán var útgefandi skemmtiblaðsins Hauks og var m.a. sminkari hjá Leikfélagi Reykjavíkur og þótti ágætur leikari (minningargrein). Afkomendur Stefáns bjuggu síðan félagsbúi í húsinu til 1966 (minningargrein).
Í húsakönnun Árbæjarsafns kemur auk þess fram að vegna aldurs er húsið háð þjóðminjalögum um allar breytingar á núverandi ástandi þess.
Viðburðir, starfsemi o.fl.
Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.
- 1892: Jeg bið hvern þann sem vill mjer vel, með að jeg fái vinnu, að hann komi til mín. Einhver góður komi! Þingholtsstræti 16. 16. sept. 1892. Oddl. Brynjólfsson (augl.)
- 1898: Gott norðlenzkt smér fæst til kaups þessa dagana á 65 aura pundið hjá kand. mag. Bjarna Jónssyni í Þingholtsstræti 16. Þeir sem vilja sæta kaupunum verða að hraða sér (augl.)
Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.
- 1900: NOKKUR ljómandi falleg giptingar-, fermingar-, lukkuóska- og jólakort (verð 4—45 au.) fást í Þingholtsstræti 16 (augl.) – auglýst næstu ár fram til 1904.
- 1901: Undravél Edisons GRAFOFONINN fæst í Þingholtsstræti 16 (augl.)
- 1901: Slifsi. Hvít Ijómandi falleg (4 af hverri sort) fást þangað til að Vesta fer (3. apríl) í Þingholtsstræti 16 (augl.)
- 1904: INGÓLFUR kemur út hvern sunnudagsmorgun og oftar. Ritstjóri Bjarni Jónsson frá Vogi (Þingholtsstræti 16, heima kl.3—4) – (augl.)
- 1904: Atvinna. Um næstu mánaðamót getur duglegur unglingspiltur fengið gott kaup fyrir að aka Viðeyjarmjólk. Semja má við Guðrúnu Bjömsdóttur, Þingholtsstræti 16 (augl.). Svipaðar auglýsingar birtast einnig allt til 1909.
- 1906: Stúlka óskast í Þingholtsstræti 16 (augl.)
- 1907: Nýmjólk, undanrenna, rjómi og skyr fæst í Þingholtsstræti 16. Guðrún Björnsdóttir (augl.)
- 1908: Sjómenn! Sýra er hollari drykkur en ediksblanda. Mjög góð sýra fæst daglega Þingholtsstræti 16. G. Björnsdótttir (augl.)
- 1909: Kvöldskóla fyrir ungar stúlkur halda undirritaðar í Reykjavík frá 15. okt. til 1. maí. Námsgreinar: íslenzka, enska, danska, reikningur, skrift og hannyrðir. Einkum mun áherzla lögð á að kenna að tala málin. Umsóknum veitum við viðtöku heima. Þingholtsstræti 16. Bergljót Lárusdóttir. Lára Lárusdóttir (augl.) – Virðast auglýsa til 1911.
- 1909: Nú kveður við í bænum: „Niður með ráðherrann!” En jeg endurtek: „ niður með öll blikkílát” . Allir kannast við, hvað vondan keim mjólkin fær, þegar hún hefur staðið í blikkíláti. Í Þingholtsstræti 16 er öll mjólk höfð í emaileruðum ílátum; af þessu leiðir, að hvergi er eins bragðgóð mjólk og skyr eins og í Þingholtsstræti 16. Guðrún Björnsdóttir (augl.)
- 1909: Verð á mjólk í Þingholtsstræti 16:
Nýmjólk pr. pt. 18
Rjómi [til að þeyta . . . 80
Undanrenning … 10
Skyr — pd. 20
Sýra [sé mikið keypt ]. . . — pt. 04 (tilkynning)
- 1910: Stundakensla í ensku, frönsku og dönsku veitir Bergljót Lárusdóttir, Þingholtsstræti 16 (augl.)
- 1910: Kenslu í handavinnu veita undirritaðar unglingsstúlkum frá 1. júní næstk. Þingholtsstræti 16. Lára Lárusdóttír & Ragnh. Þorsteinsdóttir (augl.)
- 1913: I piltur reglusamur, getur fengið fæði og húsnæði í Þingholtsstræti 16 (uppi) – (augl.)
- 1914: Tvö herbergi með forstofuinngangi eru til leigu fyrir einhleypa frá 14. maí í Þingholtsstræti 16 (augl.).
- 1915: Tvö loftherbergi til leign nú þegar i Þingholtsstræti 16 (augl.
- 1915: Stúlka óskast nú þegar i vetrarvist. Uppl, i Þingholtsstræti 16 (augl.)
- 1916: Ljábrýnin beztu — ekta demantsbrýni — fást ennþá hjá Stefáni Runólfssyni. Þingholtsstræti 16 (augl.) – Auglýsir a.m.k. til 1921.
- 1922: Frímerki. Notuð íslenzk frímerki kaupi eg hæzta verði; t. d. öll nýju frímerkin fyrir helming þess verðs sem þau kosta ónotuð. St. H. Stefánsson. Þingholtsstræti 16 (augl.)
- 1922: Reiðhestur, ungur og gallalaus til sölu i Þingholtsstræti. 16 (augl.)
- 1922: Fóður handa 1—2 hestum fæst hjá undirrituðum, er gefur nánari uppl. frá kl. S—8 í dag. Staddur í Þingholtsstræti 16. Helgi Jónsson (augl.)
- 1922: Duglegir drengir óskast á morgun til að selja nýtt blað á götunum. Þeir snúi sjer í Þingholtsstræti 16 (augl.).
- 1924: Hestar teknir til fóðurs. Uppl. í Þingholtsstræti 16 (augl.) Einnig auglýst 1925.
- 1925: Stimpla — besta og ódýrasta — selur Stefán H. Stefánsson, Þingholtsstræti 16 (augl.)
- 1946: Bruni mjög erfiður– vatni sprautað á nr. 16 til varnar (frétt) – Aðalfrétt.
- 1950: Eldur í kjallaraherbergi. Eldur kom upp í kjallaraherbergi í Þingholtsstræti 16 í nótt (frétt)
- 1955: Vatnsberi og vikadrengur í Reykjavik fyrir aldamót eftir Þorvald Kristjánsson prentara sem bjó eitt sinn í Þingholtsstræti 16 (grein)
- 1978: Töfrarnir höfðu gripið: Reikað milli 6 gamallegra húsa í Þingholtsstræti. Grein eftir Guðjón Friðriksson. Þar segir um Þingholtsstræti 16:
„ Síðasta húsið sem hér er tekið til umræðu er Þingholtsstræti 16. Þar bjó enginn annar en Bjarni Jónsson frá Vogi, þá 38 ára kennari við Lærða skólann en þekktastur fyrir eldheita stjórnmálabaráttu þó að nú til dags þekki sumir hann ekki að öðru góðu en forláta vindlum sem heitnir eru eftir honum. Í fjölskyldu Bjarna er kona hans, 13 árum yngri, tvö litil börn, faðir hans, uppgjafapresturinn Jón Bjarnason, nær áttræður að aldri, bróðurdóttir húsbónda og ein vinnukona .1 húsinu býr lika vinnulaus ekkja ásamt tveimur gjafvaxta dætrum og Jóhannes Sveinsson leigjandi, 63 ára daglaunamaður.“ Hér vitnar Guðjón í manntal frá 1901.
- 1982: Viðtal við Þórstein Bjarnason, son Bjarna frá Vogi sem fæddist í Þingholtsstræti 16 árið 1900 (viðtal).
- 1989: Þingholtsstræti fékk 500 þús. úr húsverndunarsjóði (frétt).
- 1989: Viðtal við Steinunni Guðmundsdóttur – minnist á Guðrúnu Björnsdóttur sem bjó á Þingholtstræti 16 og töluvert erfiða vist hjá henni (viðtal).
- 2006: Viðtal við þáverandi eigendur hússins að Þingholtsstræti 16 ásamt myndum (viðtal).
var _gaq = _gaq || []; _gaq.push(['_setAccount', 'UA-38855006-1']); _gaq.push(['_trackPageview']);
(function() { var ga = document.createElement('script'); ga.type = 'text/javascript'; ga.async = true; ga.src = ('https:' == document.location.protocol ? 'https://ssl' : 'http://www') + '.google-analytics.com/ga.js'; var s = document.getElementsByTagName('script')[0]; s.parentNode.insertBefore(ga, s); })();