Bygging hússins – fyrstu íbúar

Áður en Prentsmiðjan Ísafold kom til sögunnar í Þingholtsstræti 5 á árunum 1942-43 stóð þar timburhús sem sem reist var árið 1882 af Erlendi Magnússyni gullsmið (sbr. Páll Líndal. (1988). Reykjavík:  Sögustaður við Sund 3. b.: R-Ö bls. 183. Reykjavík: Örn og Örlygur)  Erlendur hafði þá einnig eignast svonefndan Magnúsarbæ sem stóð á lóðinni og er trúlega bærinn sem getið er um í greininni  Reykjavík árið 1830 (Fálkinn 25.-26. tbl. – Alþingishátíðin) eftir dr. Jón Helgason biskup.

Erlendur Magnússon var einn kunnasti gullsmiður í Reykjavík um aldamótin 1900 og átti m.a. heiðurinn af gullsveig sem Íslendingar sendu Dönum til að leggja á kistu Kristjáns konungs IX árið: “ Til útfarar Kristjáns konungs IX. var sendur | gullsveigur með „Lauru“, sem ráðherrann hefir smiða látíð á kostnað landssjóðs, upp a væntan- | lega fjárveitingu alþingis, og kvað hafa kostað j um 2 þús. króna. – Gullsveig þenna smíðaði Erlindur gulismiður Magnússon, eptir uppdrætti Stefáns tréskera Eiríkssonar, og skiptust þar á eikarblöð og rjúpnalaufsblöð.“  (Frétt í Þjóðviljanum 1906)

Að Erlendi látnum (1909) bjuggu í húsinu eftirlifandi eiginkona Erlendar og börn hans í mörg ár.

Í auglýsingum dagblaða fyrri tíma virðist einstaka sinnum talað um efra og neðra húsið við Þingholtsstræti 5 og einnig um 5B –  ekki er okkur enn kunnugt um skýringar á þessu. Allar frekari upplýsingar vel þegnar.

Eingöngu verður hér fjallað um timburhúsið gamla en ekki sérstaklega um „nýja húsið“ sem byggt er á lóðinni 1942-43. Prentsmiðja Ísafoldar flytur þar inn 1943 og hefur þar aðsetur í mörg ár ásamt m.a. bókaútgáfunni Ísafold.


Húsið í dagblöðum liðinna tíma

Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.

  • 1892: Takið eptir! Jeg undirskrifaður hefl fengið til sölu mikið af gullstássi, svo sem armbönd, brjóstnálar, krossa, úrfestar o. fl., allt mjög fallegt og ódýrt. Reykjavík 30. ágúst 1892. Erlendur Magnússon. 5 Þingholtsstræti 5 (augl.)
  • 1905: Erlendur Magnússon gullsmiður Þingholtsstræti 5m, Reykjavík smíðar alt, sem íslenzkum kvenbúningi tilheyrir bæði í gömlum og nýjum stíl einungis úr ekta gulli og silfri (augl.)
  • 1910: Lærlingur óskast. Ungur og efnilegur piltur getur fengið að læra gullsmíði hjá Magnúsi Erlendssyni gullsmið. Þingholtsstræti 5  (augl.)
  • 1910: Málarar. Þeir sem vilja gera tilboð i að mála húseignina í Þingholtsstræti 5 geri svo vel að snúa sér til Magnúsar Erlendssonar gullsmiðs (augl.)
  • 1912: Tóuskinn kaupir Sigurgeir Einarsson. Þingholtsstræti 5  (augl.)
  • 1913: Beztir trúlofunarhringar hjá Magnúsi Erlendssyni, Þingholtsstræti 5. Sími 176.
  • 1914: 5ti bekkingur óskar eftir reglusömum pilt með sér í herbergi. Uppl. Þingholtsstræti 5 (augl.)
  • 1915: Engey seld. Vigfús Guðmundsson hefir selt 2/3 hluta Engeyjar síra Lárusi Benediktssyni fyrir 48 þús. kr. að sögn – þ. e. í skiftum fyrir 2 húseignir í Rvík (Þingholtsstræti 5 og Bergstaðastræti 11 A) – (frétt)
  • 1916: Höfuðstaðurinn hefir skrifstofu og afgreiðslu í Þingholtsstræti 5 (augl.) – auglýsir til 1919
  • 1916: Notuð frímerki keypt í Þingholtsstræti 5 (augl.)
  • 1917: Undirrituð tekur að sér að sauma kvendragtir og kápur. Sömuleiðis kjóla. Bergþóra Árnadóttir, Þingholtsstræti 5 (augl.)
  • 1917: Léreft o. fl. er tekið til að sauma í Þingholtsstræti 5 (uppi) – (augl.)
  • 1917: Undirrituð tek að mér að kenna hannyrðir. Sigriður Erlendsdóttir (augl.)
  • 1918: 2 stúlkur sem vilja læra að sauma kápur og kjóla, geta komist að nú þegar í Þingholtsstræti 5 (augl.)
  • 1920: Beinnál (með engilsmynd) tapaðist á götunum í gær. Finnandi; skili í Þingholtsstræti 5 uppi, gegn góðum fundarlaunum (augl.)
  • 1922: Nokkrir geta enn komist að við að læra að mála á flauel. Sigríður Erlends, Þingholtsstræti 5 (augl.)  – auglýsir fram til 1940 af og til.
  • 1924: Fasteigna- og innheimtustofa. Undirritaður annast kaup og sölu fasteigna, innheimtir skuldir, skrifar stefnur, kærur, skuldabréf og samninga og gefur viðskiftaupplýsingar. Pétur Jakobsson Þingholtsstræti 5 (uppi). Heima kl. 1 – 4 síðd. (augl.)
  • 1923:Inniskór, innanstokksmunir og búsáhöld til sölu ódýrt, sömuleiðis ágætur vagnhestur ásamt aktygjum og vagni. Þingholtsstræti 5B. (augl.)
  • 1924: Sólrík stofa til leigu fyrir einhleypa Þingholtsstræti 5 (augl.)
  • 1925: Eg vil kaupa 4 lítil hús. Pétur Jakobsson, Þingholtsstræti 5. Sími 1492.(augl.)
  • 1926: Málaravinnustofu opna jeg undirritaður í  dag í Bankastræti 9 (húsi Árna & Bjarna klæðskera)…. L. Jörgensen heima Þingholtsstræti  5B (augl.)
  • 1927:Tek að mér kjóla- og kápusaum. Vönduð og ódýr vinna. Sigríður Jóhannesen, Þingholtsstræti 5 (augl.)
  • 1928: Tek þjónustu og pressingu á fötum. Þingholtsstræti 5, uppi (augl.)
  • 1930:Þú, sem stalst sængurfatapokanum um borð í Esju, síðast er hún kom, skilaðu honum í Þingholtsstræti 5, strax, annars verður lögreglan látin sækja hann til þín, þvi skipsmennirnir þekkja þig (augl.)
  • 1933: Jón Dalmannsson, gullsmiður, Þingholtsstræti 5 (augl.)
  • 1933: Húseign til sölu. Húseignin Þingholtsstræti 5, er til sölu og afnota frá 14. maí næstkomandi. Tilboð í eignina með tilteknu kaupverði og greiðsluskilmálum afhendist á skrifstofu lögmanns fyrir 5. febrúar næstkomandi (augl.)
  • 1935: Best máluðu öskupokana fáið þið í Þingholtsstræti 5 (augl.)
  • 1942: Hlutavelta Knattspyrnufél. Vals n.k. sunnudag í Þingholtsstræti 5 (nýbyggingu Ísafoldarprentsm.) – (augl.)
  • 1942: Frá hæstarétti: Timburkofinn víkur fyrir stórhýsi Ísafoldarprentsmiðju. Útburðargjörðin nær fram að ganga (grein)
  • 1943: Ísafoldarprentsmiðja er flutt í Þingholtsstræti 5 (augl.)