Tenglasafn
Hér finnið þið tengla fyrir vefsvæði félagasamtaka og hjálparstofnanna sem eru að vinna að heimsmarkmiði. Hér eru einnig tenglar með upplýsingar um heimsmarkmiðin og mismunandi nálganir á heimsmarkmiðin.
Ef þið viljið koma einhverjum innlendum eða erlendum samtökum eða stofnunum á framfæri – endilega látið okkur vita.
Alþjóðleg Samtök á Íslandi
Rauði Krossinn sinnir margvíslegum verkefnum á fjölbreyttum sviðum.
- Rauði Krossinn gegnir lykilhlutverki í félagsstuðningi og hagsmunagæslu fyrir flóttafólk og innflytjendur.
- Rauði Krossinn aðstoðar fólk sem hefur nýlega lokið afplánun að hefja nýtt líf.
- Vinaverkefni Rauða Krossins miðar að því að draga úr félagslegri einangrun.
- Frú Ragnheiður er skaðaminnkunar verkefni þar sem fólk sem á við vímuefnavanda að stríða getur leitað sér aðstoðar og þannig forðast ótímabær dauðsföll eða lífshættulega sjúkdóma.
- Rauði Krossinn rekur 1717 símann þar sem hægt er að fá sálfélagslegan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar um þau úrræði sem í boði.
- Fatasöfnun Rauða Krossins er gott endurvinnsluúrræði, og styrkir neyðaraðstoð hér á landi og erlendis, fataverslun Rauða Krossinns gefur textíl nýtt líf og styður verkefnin.
- Rauði Krossinn starfrækir fjöldahjálparstöðvar á neyðartímum til að bjóða þolendum náttúruhamfara og annarra öruggt skjól.
Það er hægt að styrkja Rauða Krossinn með peningastyrkjum og/eða sem sjálfboðaliði.
Amnesty International er alþjóðleg mannréttindahreyfing með starfsemi í meira en 150 löndum. Helstu verkefni Íslandsdeildarinnar eru: loftslagsbreytingar og mannréttindi, tjáningafrelsið, dauðarefsingin, einangrunarvist fanga í gæsluvarðhaldi á Íslandi og málefni flóttafólks. Það er hægt að styðja Amesty með fjárstuðningi eða sem aðgerðasinni.
UNICEF er barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og stendur vörð um réttindi allra barna. Þau sinna neyðaraðstoð og langtímauppbyggingu. Á Íslandi sinnir UNICEF réttindagæslu fyrir börn. Erlendis er UNICEF virk í heilsugæslu og menntun barna, neyðarhjálp, barnavernd, beita sér fyrir hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, góðri næringu fyrir börn, berjast gegn HIV auk réttindagæslu barna. Hægt er að styrkja UNICEF með frjálsum fjárframlögum.
Barnaheill eru Íslandsdeild alþjóðlegu samtakanna Save the Children. Barnaheill eru leiðandi afl í að breyta viðhorfum og verklagi varðandi málefni barna og réttindi þeirra. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif. Innlend verkefni Barnaheilla snúa að vernd barna gegn ofbeldi. Annars vegar er „Vinátta,“ forvarnaverkefni gegn einelti í leik- og grunnskólum og hins vegar er námsefnið „Verndarar barna“ sem er forvarnaverkefni gegn kynferðisofbeldi á börnum. Starfið er styrkt með frjálsum framlögum.
Umhverfi
Náttúruverndarsamtök Íslands eru frjáls félagasamtök áhugafólks um náttúruvernd. Samtökin eru málsvari umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiða, og stuðla að verndun náttúru Íslands.
Vefsíða og tímarit þar sem neytendur geta fundið fróðleik, vörur og þjónustu sem samræmast sjálfbærni hugsjón. Græna torgið er vettvangur þar sem fólk getur fundið grænar lausnir fyrir sitt daglega líf.
Global footprint network er sjálfseignarstofnun sem er með það að markmiði að breyta því hvernig fólk hugsar um auðlindir með því að setja fram á skýran og einfaldan máta upplýsingar um vistspor. Global footprint network er fjársjóður upplýsinga og verkfæra um áhrif neyslu á auðlindir jarðar. Global footprint network býður upp á ítarlegan vistspors reikni, og kemur með lausnir til að draga úr sporinu.
Til að halda hlýnun jarðar innan við 1.5°C þurfa vesturlandabúar að draga verulega úr hegðun sem myndar gróðurhúsalofttegundir. Ágætur mælikvarði til viðmiðunar er kolefnissporið okkar. Hér er hægt að reikna út kolefnisporið. Gott er að gera þetta af og til, og sjá hvort það verða breytingar.
Plokk á Íslandi er hópur einstaklinga sem ber virðingu fyrir umhverfinu og hefur það sem áhugamál að fara um illa hirt svæði og þrífa þar upp plast, pappa og annað rusl sem fallið hefur til frá íbúum, framkvæmdum eða þungaflutningum innan marka sveitarfélaga, á girðingum og í skurðum á víðavangi.
Ungir umhverfissinnar eru frjáls félagasamtök. Tilgangur félagsins er að vera vettvangur ungs fólks á Íslandi til að láta gott af sér leiða í umhverfismálum. Ungir umhverfissinar vilja hvetja til upplýstrar umræðu um umhverfismál og berjast fyrir sjálfbærri þróun, náttúruvernd og grænu hagkerfi. Ungir umhverfissinnar vilja lifa í jafnvægi við náttúruna, í samfélagi þar sem maðurinn, framleiðsla hans og neysla eru hluti af náttúrulegri hringrás og þar sem jákvæð umhverfishyggð er jafn sjálfsögð og borgaraleg réttindi. Það er hægt að gerast félagi út frá eiginskilningi á „ungur umhverfissinni“ en einnig hægt að styrkja félagið með fjárframlögum.
Vinir Íslenskrar Náttúru
Tilgangur félagsins er að fjalla um náttúruverndarmál líðandi stundar með áherslu á skaðleg áhrif ágengra og framandi tegunda í íslenskri náttúru og móta tillögur til úrbóta. Félagið styður aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem og þær sem auka kolefnisbindingu sem hafa ekki neikvæð áhrif á náttúru Íslands. Félagið stuðlar að því að komið sé á framfæri áreiðanlegum upplýsingum um kolefnisbindingu og kolefniseiningar. Engin félagsgjöld eru innheimt, en félagið aflar rekstrarfjár með umsóknum um styrki og með frjálsum framlögum frá m.a. einstaklingum og fyrirtækjum.
Meginmarkmið NASF er að vernda villtan lax í Norður Atlantshafi með því að kaupa upp alla löglega laxveiðikvóta og veiðileyfi í hafinu. Sjóðurinn hefur keypt upp nær allan úthafsveiðikvóta á laxi, að stærstum hluta af færeyskum og grænlenskum sjómönnum, reynt að gera samninga um strandveiðar og keypt nánast allar laxanetalagnir við Ísland upp. Íslandsdeild NASF hefur beitt sér gegn virkjunum sem hafa og/eða geta spillt gönguleiðum laxfiska, s.s. fyrirhuguðum virkjunum í neðri hluta Þjórsár, keypt upp netalagnir í Hvítá / Ölfusá og beitt sér gegn áformum um stóraukið fiskeldi í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur. Hægt er að styrkja NASF með fjárframlögum.
Neysla
Neytendasamtökin eru félagasamtök sem standa vörð um réttindi og efla hag neytenda. Neytendasamtökin eru með þrjú megin markmið: að neytendur verði meðvitaðir og gagnrýnir, að neytendur njóti fullra réttinda og verndar og að neytendur fái hagsmunum sínum og réttindum framgengt. Hægt er að styrkja samtökin með því að gerast félagi eða hollvinur.
Saman gegn sóun er almenn stefna umhverfis, orku- og loftslagsráðherra um úrgangsforvarnir sem gildir frá árinu 2016 til 2027. Umhverfisstofnun fer með umsjón með Saman gegn sóun. Markmið stefnunnar er að draga úr myndun úrgangs, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, draga úr hráefnisnotkun samhliða minni umhverfisáhrifum, að bæta nýtingu auðlinda, m.a. með áherslu á græna nýsköpun og að minnka dreifingu á efnum sem eru skaðleg heilsu og umhverfi.
Reddingakaffi er ókeypis framtak þar sem þú getur komið með brotna hluti að heiman og gert við. Sérfróðir sjálfboðaliðar aðstoða þig við verkið. Á staðnum finnur þú verkfæri og efni til að hjálpa þér að gera við.
Munasafnið eða verkfærasafn Reykjavíkur starfar eftir sömu meginreglu og hefðbundið bókasafn en í stað bóka geta félagsmenn fengið lánuð tæki og búnað í ýmsum tilgangi, svo sem viðgerðir, DIY verkefni, útilegur, saumaskap og áhugamál. Með því að veita aðgang að fjölbreyttum verkfærum stefnum við að því að aðstoða meðlimi okkar við að ná markmiðum sínum og fylgja ástríðum sínum eftir. Söfnin eru aðgengileg í Hafnarhúsinu, Borgarbókasafninu í Grófarhúsi, Gerðubergi, Kringlunni og Úlfarsárdal.
Hér er hægt að vinna gagnlegar upplýsingar um flokkun úrgangs og hvar er hægt að finna grenndargáma.
Hlutverk Orkuseturs er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar. Meðal hlutverka Orkuseturs er að finna og kynna leiðir til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum.
Slow food Reykjavík er Íslandsdeild alþjóðlegu samtakanna Slow Food sem eru samtök áhugafólks um mat og umhverfisvernd. Samtökin beita sér fyrir staðbundnum mat og matreiðsluvenjum. Áhersla er lögð á að koma á samskiptum milli smáframleiðenda og neytenda. Samötkin berjast gegn notkun skordýraeiturs, vinna að fjölbreytni í ræktun dýra og plantna og styðja við framleiðendur sem nota hefðbundnar aðferðir og lífræna ræktun.
Humble er verkefni í vinnslu sem á að hjálpa fólki að vinna gegn matarsóun. Neytendum verður gefið tækifæri til að versla mat á láguverði sem hefði annars verið sóað. Einnig stefnir humble að því að koma up uppvinnslueldhúsi.
Heilsa
Geðhjálp eru samtök 7.500 félaga, notenda, aðstandenda, fagfólks og áhugafólks um bættan hag fólks sem býr við geðrænar áskoranir í samfélaginu. Samtökin vinna að því að bæta þjónustu, verja réttindi og vinna gegn fordómum með hagsmunagæslu, ráðgjöf, upplýsinga- og þekkingarmiðlun. Það er hægt að gerast félagi í Geðhjálp og styrkja með fjárframlögum.
Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að persónulegum bata sínum og aðstandendur þeirra. Markmið Hugarafls eru meðal annarra að uppræta fordóma í íslensku samfélagi, starfrækja og þróa þjónustuúrræði fyrir einstaklinga sem eru að efla geðheilsu sína. Það er hægt að styrkja Hugarafl með fjárframlögum.
Hugrún er geðfræðslufélag sem hefur það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðraskanir og úrræði. Hugrún ferðast um landið og heldur geðfræðslufyrirlestra í famhaldsskólum. Starfsemi Hugrúnar er haldið uppi af háskólanemum. Hugrún er styrkt með frjálsum framlögum.
Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Píeta veitir fyrstu hjálp, aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og brú yfir í úrræði fyrir aðra. Þjónustan er með öllu gjaldfrjáls og stendur til boða öllum þeim sem hafa náð átján ára aldri. Píeta samtökin vinna einnig að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn. Það er hægt að styðja Píeta með fjárframlögum og/eða sem sjálfboðaliði.
SÁÁ eru íslensk samtök sem berjast gegn áfengis- og vímuefnavanda á Íslandi. SÁÁ rekur meðferðarúrræði og styður við aðstandendur. SÁÁ vinnur að fræðslu um fíknisjúkdóma og forvörnum. Það er hægt að styrkja starfið á margvíslegan hátt.
HIV - Ísland
HIV – Ísland eru félagasamtök sem vinna að fræðslu og skilningi um HIV og alnæmi með það að markmiði að auka forvarnir. HIV – Ísland styður HIV-jákvæða einstaklinga og aðstandendur þeirra. Samtökin er hægt að styrkja með fjárframlögum.
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta.
Bjartur lífsstíll er samstarfsverkefni Landsambands eldri borgara og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Bjartur Lífstíll stuðlar að betri lýðheilsu eldra fólks á landsvísu með því að auka heilsulæsi í gegnum hreyfingu og fræðslu, auk þess sem varanleg hreyfiúrræði standi öllu fólki 60 ára og eldri til boða í helstu byggðakjörnum landsins.
Hjólað í vinnuna er hvatningar- og heilsuátak frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Markmiðið er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.
Hlutverk Blóðbankans er að veita örugga blóðbankaþjónustu á landsvísu. Blóðbankinn stuðlar að nýjungum og framförum með kennslu og rannsóknum á sínu starfssviði og með samstarfi við erlenda og innlenda aðila.
Lýðheilsufélag læknanema sér um ýmsa viðburði tengda lýðheilsu. Aðalmarkmiðið er að auka meðvitund um lýðheilsu og mikilvægi hennar.
Áttavitinn.is er upplýsingagátt miðuð að ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Á síðunni má finna hagnýtan fróðleik sem viðkemur hinum ýmsu sviðum lífsins. Áttavitinn býr yfir öflugu teymi fagaðila sem svarar nafnlausum spurningum á netinu endurgjaldslaust
Réttindi Kvenna
W.O.M.E.N. in Iceland er samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Þeirra hlutverk er að ljá konum sem sest hafa að á Íslandi rödd. Markmiðið er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins. Þau veita stuðning á félagslegum sviðum og atvinnumálum, menntun og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Samtökin halda reglulega viðburði. Það er hægt að gerast félagi og styðja með fjárframlögum.
Rótin
Rótin er félag kvenna og kvára sem eru málsvarar kvenna og kvára sem eiga sögu um áföll og/eða vímuefnavanda og beitir sér fyrir mannréttindum og velferð þeirra. Rótin rekur Konukot sem er eina neyðarskýlið fyrir heimilislausar konur í Reykjavík. Það er hægt að gerast félagi í Rótinni eða styðja með fjárframlögum.
Kvenréttindafélag Íslands stendur vörð um réttindi kvenna á Íslandi. Kvenréttindafélagið skrifar umsagnir við lagafrumvörp og opinberar skýrslur, heldur fundi og málþing, styður önnur grasrótarsamtök og margt fleira til að efla jafnréttismál. Hægt er að styrkja starfið með fjárframlögum.
Samtökin reka tvö Kvennaathvörf á Akureyri og í Reykjavík fyrir allar konur og börn sem geta ekki snúið heim til sín vegna ofbeldis. Sími Kvennaathvarfsins er vaktaður allan sólarhringinn. Hægt er að styrkja starfið með fjárframlögum.
Stígamót eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Stígamót berjast fyrir bættu samfélagi þar sem kynferðisofbeldi er ekki liðið. Hægt er að styrkja starfið með fjárframlögum.
Á bakvið Mæðrastyrksnefnd standa sex kvennfélög. Mæðrastyrksnefnd styður fjölskyldur með matarúthlutunum hvern miðvikudag. Mæðrastyrksnefnd sér einnig um menntunarsjóð sem er ætluðum tekjulágum konum eða mæðrum svo þær eigi möguleika á að mennta sig. Það er hægt að styðja Mæðrastyrksnefnd með fjárframlögum.
LGBTQ+
Samtökin ´78 eru hagsmunasamtök hinsegin fólks sem berst fyrir jafnrétti á Íslandi. Samtökin ´78 bjóða upp á ráðgjöf, fræðslu, félags- og ungmennastarf. Það er hægt að styrkja samtökin með fjárframlögum og/eða sem sjálfboðaliði.
Trans-Ísland
Trans-Ísland er stuðnings- og baráttusamtök fyrir transfólk á Íslandi. Félagið veitir stuðning og ráðgjöf fyrir transfólk og aðstandendur þeirra. Hægt er að gerast meðlimur og styrkja starfið.
Innblástur
Hvað getum við gert eru hljóðvarpsþættir á vegum UN félagsins og RÚV. Þar er fjallað um aðgerðir og nýjungar til að vinna að Heimsmarkmiðunum.
Restles Stories er breskt ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í að búa til markasðefni með sjálfbærniboðskap. Sustainable Development at Home: How You Can Contribute to the SDGs, er með góð almenn ráð til heimila.
Sérstaklega um Heimsmarkmiðin
Vefurinn er á vegum Stjórnarráðsins. Tilgangurinn með vefnum er að virkja samfélagið í heild sinni við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og tryggja gott samráð og upplýsingamiðlun milli stjórnvalda og hagsmunaaðila um markmiðin. Á vefnum er því að finna verkefni stofnana, fyrirtækja, félagasamtaka, sveitarfélaga og jafnvel einstaklinga sem eiga það öll sameiginlegt að stuðla að framgangi heimsmarkmiðanna. Þannig skuldbinda þessir aðilar sig til þess að vinna að því að skapa betra og sjálfbærara samfélag fyrir okkur öll.
Vefsvæði Sameinuðu þjóðanna um markmiðin 17 og undirmarkmiðin, auk upplýsinga um hvað er verið að gera til að ná þessum markmiðum.
Röðun á hvernig öllum 193 löndum gengur að innleiða Heimsmarkmiðin. Röðunin miðast út frá Voluntary National Review skýrslu sem hvert land semur og sendir til Sameinuðu þjóðanna.
Vefsvæði frá Evrópusambandinu þar sem notendur geta komist að því hvernig Heimsmarkmiðin vinna saman og þannig öðlast dýpri skilning á Heimsmarkmiðunum.
SDG Zone er vefssíða þar sem hægt að er að fræðast um Heimsmarkmiðin og leiðir að láta gott af sér leiða. Vefsvæðið er á vegum UN sustainable development solutions network – Youth network.
Upplýsingavefur um Heimsmarkmiðin með hvatningu og ráð fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Innblástur og verkfærakista fyrir aðgerðir tengdar Heimsmarkmiðunum.
Vefsíða Richard Bowell með óhefðbundna túlkun á Heimsmarkmiðunum.
Samtök sem hafa það að markmið að minna á alþjóðlega þróun. Þar er að finna gagnlegar upplýsingar um stöðu mála um allan heim.
BSG for SDG er app og vefssíða og app þar sem Heimsmarkmiðin eru útskýrð á einfaldan máta og fólk hvatt til aðgerða. Á hverjum degi birtast ráð um hvernig megi lifa sjálfbærara lífi.
Félag Sameinuðu þjóðanna hafa það að markmiði að vinna almenning í landinu til fylgis og stuðnings við samtök Sameinuðu þjóðanna.
Vefur með það að markmiði að gera kennslu um Heimsmarkmiðin aðgengilega.
Innblástur að utan
Finnland stendur sig best í að innleiða Heimsmarkmiðin. Sitoumus2050 eða skuldbindingin2050 er gagnleg vefsíða með hvatningu og ráðum um hvernig er hægt að innleiða sjálfbærni inn í daglegt líf.
Kis Lábnyom eða lítið spor eru ungversk samtök sem hafa náð miklum árangri í að minnka kolefnis- og vistfræðilegt spor lágtekjuheimila í Ungverjalandi, jafnframt því að gera rekstur heimilisins hagkvæmari.
Global Citizen eru alþjóðleg samtök sem eru að reyna útrýma alvarlegri fátækt og beita sér fyrir auknu jafnrétti og réttlæti í heiminum. Hægt er að styðja samtökin með fjárframlögum.
ONE var stofnað af írska söngvaranum Bono árið 2004. ONE vinnur að því að allir allsstaðar geta lifað með reisn og notið tækifæra til að beturumbæta líf sitt. ONE berst fyrir réttlátari löggjöf, alþjóðlegri samvinnu, heilbrigðismálum, menntun og jafnrétti.
Global Fund for Women eru alþjóðleg hjálparsamtök sem styrkja staðbundin málefni sem auka jafnrétti kynjanna um allan heim.
Global fund for mental health styður menntun og starfsþjálfun til að auka geðheilsu úrræði í fátækari samfélögum. Þau berjast fyrir því að útrýma fordómum um geðræn vandamál og auka vitund um allan heim.
Global Fund for Children fjárfestir í samfélagsdrifnum verkefnum sem hjálpa börnum og unglingum að rækta styrkleika sína og standa vörð um réttindi þeirra.
Berst fyrir því að útrýma HIV, berklum og malaríu um allan heim, til að tryggja heilbrigðari og öruggari framtíð fyrir alla.
Design for Change
Design for Change er alþjóðleg barnahreyfing sem hvetur börn til hanna lausnir á vandamálum og koma lausnunum í framkvæmd.
Save the Children eru regnhlífasamtök Barnaheilla. Save the Children er leiðandi afl í að breyta viðhorfum og verklagi varðandi málefni barna og réttindi þeirra. Save the Children sinnir neyðaraðstoð á stríðshrjáðum svæðum, en styður einnig við fátæk börn í vestrænum ríkjum. Framtíðarsýn Save the Children er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif.
Renaissance Youth Center er félagsmiðstöð fyrir unglinga í Suður Bronx hverfi New York borgar. Miðstöðin hefur einbeitt sér að miðlun Heimsmarkmiðanna og unnið mörg með krökkunum tengdum þeim.
Stop the Traffik
Stop the Traffik er alþjóðleg samtök sem berjast gegn mannsali, og veita upplýsingar um mannsal. Hægt er að styrkja samtökin með fjárframlögum.
Knowledge Hub Circle Economy Foundation er upplýsingaveita um allt það sem viðkemur hringrásarhagkerfinu.
Upcycle That! er vefsíða með hugmyndir og ráð um hvernig maður getur uppunnið í staðinn fyrir að endurvinna eða henda hlutum.
Cora ball er bolti sem fer í þvottavélina og grípur mikið af örplasti og örþráðum sem enda í hafinu.
UNSDP
UNSDP United Nations Sustainable Development Group
UNSDG er samsteypa 36 stofnanna sem sinna þróunarmálum á heimsvísu. Meðal stofnanna eru: UN Development Program, UNICEF, UN Foundation & UN Environment Program.
UN Development Program er þróunnaraaðstoð Sameinuðu þjóðanna. UNDP hjálpar löndum að útrýma fátækt, innleiða sjálfbæra þróun, hagvöxt, lýðræðislega stjórnarhætti, veitir hamfaraaðstoð, neyðaraðstoð í kjölfar átaka, beitir sér fyrir umhverfismálum í þróunnarlöndum og berst gegn HIV faraldrinum.
UNICEF er barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og stenfur vörð um réttindi allra barna. Starf UNICEF byggist á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. UNICEF er til á landsvísu og aþjóðlega vísu. Þau sinna neyðaraðstoð og langtímauppbyggingu. Á Íslandi sinnir UNICEF réttindagæslu fyrir börn. Erlendis er UNICEF virk í heilsugæslu og menntun barna, neyðarhjálp, barnavernd, beita sér fyrir hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, góðri næringu fyrir börn, berjast gegn HIV auk réttindagæslu barna. Hægt er að styrkja UNICEF með frjálsum framlögum.
UN foundation eru góðgerðarsamtök sem styðja við Sameinuðu þjóðirnar og verkefni Sameinuðu þjóðanna. UN foundation styður framgang mála eins og hnattrænnar hlýnunar, lýðheilsu, jafnrétti kynjanna, mannréttindi og frið.
UN Environment Program
UNEP ber ábyrgð á umhverfismálefnum Sameinuðu þjóðanna. Meðal málefna eru hnattræn hlýnun, náttúrulegar hamfarir og átök tengd hamförum, stjórnun vistkerfa, umhverfislöggjöf, gera umhverfisúttektir, málefnum tengdum spilliefnum og úrgangi og nýting auðlinda.