Það kemur í ljós – Becoming visible

Í vikunni opnaði þessi sýning á baðstofuloftinu með myndverkum úr þæfðri ull eftir finnsku listakonuna Karoliinu Arvilommi.Karoliina er stödd hér á landi ásamt manni sínum Roderick Welch vegna blautþæfingarnámskeiðs sem haldið var á vegum Heimilisiðnaðarfélags Íslands um nýliðna helgi undir þeirra leiðsögn.Karoliina Arvilommi er þekkt textíllistakona í Finnlandi. Karoliina ólst upp á eyjunni Kuorsalo í Eystrasalti. Æskan hefur mótað hana sem listakonu en lífið á eyjunni frá rólegt og einfalt, ekkert rafmagn, ekkert rennandi vatn en náttúran, litirnir og birtan heillandi.