Áframhaldandi

Leikur að garni – List án landamæra

Baðstofuloftið í Hannesarholti Grundarstígur 10, Reykjavík

Á sýningunni Leikur að garni verða til sýnis og sölu barnapeysur, húfur, dúkkuhúfur og dúkkupeysur prjónaðar úr léttlopa hannaðar af Halldóru Sigríði Bjarnadóttur. Peysurnar eru litríkar, bjartar og skemmtilegar og í þeim er mikill leikur.