Tunglið í nóttinni – Kristjana Stefánsdóttir og Kvartett Sigurðar Flosasonar

Hljóðberg

Kristjana Stefánsdóttir og Kvartett Sigurðar Flosasonar Flutt verður úrval sönglaga Sigurðar við texta Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar sem komið hafa út á plötunum „Hvar er tunglið?" (2006) og „Í nóttinni" (2014). Kristjana Stefánsdóttir syngur, Sigurður Flosason leikur á saxófón, Eyþór Gunnarsson á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur.

kr.2000 – kr.3500

Japanskur andblær – vatnslitamyndir

Hannesarholt veitingastofur 1.hæð

María Loftsdóttir myndlistarkona færir Íslendingum japanskt landslag og andblæ með mjúkum vatnslitamyndum sínum en fyrir nokkrum árum sýndi hún Japönum íslenskt landslag skapað með vatnslitum. Sýningaropnun 21. jan. kl. 16. Sýningin stendur í mánuð.