Tunglið í nóttinni – Kristjana Stefánsdóttir og Kvartett Sigurðar Flosasonar
HljóðbergKristjana Stefánsdóttir og Kvartett Sigurðar Flosasonar Flutt verður úrval sönglaga Sigurðar við texta Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar sem komið hafa út á plötunum „Hvar er tunglið?" (2006) og „Í nóttinni" (2014). Kristjana Stefánsdóttir syngur, Sigurður Flosason leikur á saxófón, Eyþór Gunnarsson á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur.
Japanskur andblær – vatnslitamyndir
Hannesarholt veitingastofur 1.hæðMaría Loftsdóttir myndlistarkona færir Íslendingum japanskt landslag og andblæ með mjúkum vatnslitamyndum sínum en fyrir nokkrum árum sýndi hún Japönum íslenskt landslag skapað með vatnslitum. Sýningaropnun 21. jan. kl. 16. Sýningin stendur í mánuð.
Syngjum saman
Hjóðberg Grundarstíg 10, Reykjavik, Reykjavík, IcelandSyngjum saman verður að þessu sinni í höndum Heimilisiðnaðarfélagsins sem [...]
Sagnakvöld með Einari Kárasyni
HljóðbergEinar Kárason rithöfundur og sagnamaður eys úr sagnabrunni sínum í Hljóðbergi, sögum um gaman og alvöru. Miðasala á midi.is
Kvöldstund með Herdísi Egilsdóttur
HljóðbergKvöldstund með Herdísi Egilsdóttur kennara og rithöfundi sem kenndi við skóla Ísaks Jónssonar í 45 ár. Miðar á midi.is Kvöldverður frá kl. 18.30 lax með sesamsojasmjöri, kartöflumús og fersku salati, verð kr.2900. Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is
Tónleikar – Gestur frá gamla landinu
HljóðbergBjörg Brjánsdóttir flautuleikari og Tina Margareta Nilssen píanóleikari ásamt Stine Aarønes fiðluleikara og Brjáni Ingasyni fagottleikara flytja verk eftir Beethoven, Grieg, Brahms og Sjostakovitsj á notalegum tónleikum í Hljóðbergi laugardaginn 11. febrúar.
Dúó tónleikar fyrir selló og píanó
HljóðbergGunnar Kvaran og Domenico Codispoti leika saman á dúó-tónleikum fyrir selló og píanó verk eftir Brahms, Schumann, Rachmaninoff og Shostakovich. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir tónlistarmenn leika saman opinberlega.
Kvöld í París – tónleikar
HljóðbergEinar Bjartur Egilsson píanóleikari og Nadia Monczak fiðluleikari flytja rómantísk fyrir fiðlu og píanó. Miðasala á midi.is
UPPSELT – Kvöldstund með Helenu Eyjólfs
Hljóðberg Grundarstígur 10, ReykjavíkKvöldstund með okkar ástsælu Helenu Eyjólfs, sem fagnaði 75 ára afmæli sínu fyrir skemmstu. Karl Olgeirsson og Jón Rafnsson verða henni til fulltingis þetta kvöld.
„Soul’d out“ – Harold Burr
HljóðbergÍ tilefni af því að febrúarmánuður er jafnan tileinkaður sögu blökkumanna í Bandaríkjunum býður Harold E.Burr til kvöldstundar þar sem hann fer yfir sögu sálartónlistar í tali og tónum.