Jakob G. Rúnarsson og Róbert Jack, nýlega útskrifaðir með doktorspróf í heimspeki frá Háskóla Íslands fjalla annars vegar um Ágúst H.Bjarnason og hugspeki og hins vegar um Platón í ljósi þess að verða betri manneskja. Allir velkomnir og frítt inn í minningu Páls Skúlasonar heimspekings og fyrrum háskólarektors.
Jazztónleikar Ife Tolentino, Óskars Guðjónssonar og Eyþórs Gunnarssonar. Á efnisskránni verður tónlist af diskinum VOCÉ PASSOU AQUI sem þeir félagar gáfu út 2014 og einnig af óútkomnum diski.
Dagskrá tónleikanna verður tvískipt:
Fyrir hlé verða frumflutt 16 píanóverk eftir Agnar Má, sem nefnast Þræðir (nr.1-16). Þau voru gefin út á bók síðastliðið haust.
Eftir hlé koma Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassaleikari og Scott Maclemore trommuleikari og leika nýtt efni með Agnari af væntanlegum geisladiski, sem kemur út í sumar hjá Dimmu. Tríóið mun taka efnið upp í næstu viku.