Bókakaffi með Sigríði Hagalín Björnsdóttur

Veitingastofur 1.hæð

Gestir geta gætt sér á kaffi og meðlæti á meðan þeir heyra hvað Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður á Ríkisútvarpinu hefur að segja um sína fyrstu skáldsögu Eyland, sem hefur fengið frábærar viðtökur.

Tónleikar – Fimm árstíðir

Hjóðberg Grundarstíg 10, Reykjavik, Reykjavík, Iceland

Fimm árstíðir er heitið á nýjum sönglagaflokki eftir Þorvald Gylfason prófessor við kvæði eftir Snorra Hjartarson. Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Elmar Gilbertsson tenór og Snorri Sigfús Birgisson píanó frumflytja ljóðaflokkinn í Hljóðbergi. Þorvaldur les kvæðin fyrir áheyrendur áður en þau eru sungin og leikin. Dagráin tekur um 30 mínútur og verður tekin upp.

kr.2500

Syngjum saman

Hljóðberg

Söngstundin í mars verður í höndum Möggu Stínu Blöndal, tónlistarkonu og tónmenntakennara. Það verður ekki leiðinlegt að verja klukkustund á sunnudegi undir hennar stjórn. Textar á tjaldi til upprifjunar.

kr.1000

Heilsuspjall – Valdafíkn

Hljóðberg

"Valdavíma, valdafíkn, valdhroki" Maðurinn er samfélagsvera og hefur á tugþúsundum [...]

kr.1500

Heilsuspjall – Heilahreysti

Hljóðberg

Heilsuspjall - Heilahreysti, hvernig stuðlum við að heilbrigðu hugarstarfi frameftir [...]

kr.1500

Hönnunarmars í Hannesarholti – Opnun

Hannesarholt Grundarstígur 10, Reykjavík

Á Hönnunarmars hýsir Hannesarholt vel valda listamenn og hönnuði. Sameiginleg opnun á sýningum þeirra verður fimmtudaginn 23.mars kl.18. Hönnunarmars stendur yfir til 26 mars.

Vetrarferðin – Die Winterreise

Hjóðberg Grundarstíg 10, Reykjavik, Reykjavík, Iceland

Gunnar Guðbjörnsson, tenórsöngvari og Snorri Sigfús Birgisson flytja Vetrarferðina eftir Franz Schubert.

kr.3500