Kvöldvaka – Tungu mál

Hljóðberg

Iðunn, Ingólfur, Kristín og Stefán börn Öddu og Steins í Tungu, Seyðisfirði bjóða til kvöldvöku miðvikudaginn 29.nóvember kl.20.00

kr.1500

Syngjum saman: Þráinn Árni Baldvinsson

Hljóðberg

Söngstund fyrir alla fjölskylduna! Textum varpað á tjald og Þráinn Árni Baldvinsson, meðlimur í Skálmöld leiðir sönginn. Börn fá frítt í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 kr. Veitingahúsið á hæðinni fyrir ofan er opið frá 11-17 fyrir helgarbröns, kaffi, kökur og meðlæti.

kr.1000

Bókakynning

Í tilefni af útkomu hinnar sígildu bókar WALDEN eða lífið í skóginum eftir Henry David Thoreau efnir Dimma útgáfa til kynningar á verkinu og höfundinum, 200 árum eftir að það kom fyrst út. Elísabet Gunnarsdóttir og Hildur Hákonardóttir voru nýverið tilnefndar til Íslensku þýðingarverðlaunanna fyrir þetta einstaka verk.

Snorri Þórðarson sýnir í Hannesarholti

Hannesarholt veitingastofur 1.hæð

Snorri Þórðarson myndlistarmaður heldur sína fyrstu einkasýningu í Hannesarholti og opnar sýningin kl.16 föstudaginn 15.desember. Verkin eru unnin í olíu á striga og eru meðal annars táknræn vísun í það mark sem maðurinn setur á náttúruna.

Ljóðamaraþon í Hannesarholti

Hannesarholt Grundarstígur 10, Reykjavík

Hátíð í bæ. Ljóð verða lesin í Hannesarholti frá klukkan 14.00 og allan liðlangan daginn. Tilefnið er ærið: blíðan í hjörtum ykkar og dýrðin í augum jú og svo myrkrið sem kallar eftir hljómkviðum heimsins.

Free