Syngjum saman

Hljóðberg

Tónlistarhjónin Þóra Marteinsdóttir og Gunnar Ben stjórna klukkustundarlangri söngstund fyrir almenning, þar sem textar birtast á tjaldi og allir syngja með. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum.

kr.1000

Kvöldstund með Gunnari Kvaran

Hljóðberg

Gunnar Kvaran tónlistarmaður og lífskúnstner tekur á móti gestum í spil og spjall. Gunnar leikur 6 saraböndur eftir Bach með jafnmörgum hugleiðingum sem hann les á milli verka. Hann segir frá bernskunni í Þingholtunum, deilir skemmtisögu úr tónlistarheiminum og svarar spurningum gesta úr sal.

kr.2000

Svipmyndir – tónleikar

Hjóðberg Grundarstíg 10, Reykjavik, Reykjavík, Iceland

Sigurður Helgi Oddsson, tónskáld og píanóleikari, frumflytur ný einsöngslög sín ásamt sópransöngkonunni Unni Helgu Möller. Lögin eru samin við ljóð Hannesar Péturssonar, Erlu skáldkonu og fleiri íslenskra ljóðskálda.

kr2000

Davíðsljóð – „á vondra manna jörð“

Hannesarholt veitingastofur 1.hæð

Valgerður H.Bjarnadóttir fjallar um hugsjónina í verkum Davíðs Stefánssonar í dagskrá sem hú nefnir „á vondra manna jörð.“ Dagskráin fer fram í veitingastofu Hannesarholts kl. 16 til 17. Gott er að mæta ekki seinna en kl. 15:30 til að fá borð og geta fengið sér veitingar áður en dagskráin hefst.

kr.1500

Vil eg, að kvæðið heiti LILJA

Hjóðberg Grundarstíg 10, Reykjavik, Reykjavík, Iceland

Tónleikar sem eru afrakstur samvinnuverkefnis Lilju Maríu Ásmundsdóttur og Örnólfs Eldon. Tónverkið, Alkemíur, byggir á hugleiðingum um helgikvæðið Lilju sem ort var á miðri 14. öld. Verkefnið var styrkt af Tónskáldasjóði RÚV, Musica Nova og Tónlistarsjóði.

kr.2000

Jamie Laval – Keltneskt kvöld

Hljóðberg

Bandaríski fiðluleikarinn Jamie Laval snýr aftur til Íslands. Snilldartaktar hans í Keltneskri sveitatónlist hafa borið hróður hans víða og líflegur flutningur á keltneskum þjóðsögum. Nemendaafsláttur 1500 IKR

kr.2900

Heilsuspjall: Tölvur og kynlíf

Hljóðberg

Hvað verður um ástina á tölvuöld? Óttar Guðmundsson veltir upp ýmsum spurningum um áhrif tölvuvæðingar á líf okkar, á samskipti kynjanna og kynlíf, samskipti á heimili og hvort tölvan ýtir undir meiri nánd eða einangrun.

kr.1500